Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 26
I annan stað lögðum við til, að tekið væri upp fjárhagslegt örorkumat gagnvart hinum tekjulausu, sem 8. gr. tekur til í stað hins læknisfræðilega örorkumats. Yrði 8. gr. breytt í samræmi við það. Falli þar með niður 15% stýfingin í greininni. Þannig yrði í öllum tilvikum gengið út frá fjárhagslegu örorkumati, þótt slíkt mat hljóti eðli máls samkvæmt að byggjast á nokkuð öðrum og veikari forsendum hjá hinum tekjulausu en þeim, sem 6. gr. tekur til. Ef litið er til athugasemda, sem fylgdu frumvarpi til skaðabótalaga má sjá skilgreiningu á þeim atriðum, sem ráða skulu við ákvörðun hins fjárhagslega örorkumats. Vísast einkum til athugasemda með 5. gr. frumvarpsins. Þar segir m.a.: Það sem ræður úrslitum við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku samkvæmt þessari grein er hvort tjónþoli tapar tekjum til frambúðar. 12. mgr. segir í almennum orðum við hvað eigi að miða þegar tjón vegna varanlegrar örorku er metið. Annars vegar verður að meta hvaða atvinnutækifæri tjónþoli hefði átt ef hann hefði ekki orðið fyrir tjóni og hins vegar atvinnutækifæri eftir líkamstjón. I því skyni verður hverju sinni að afla upplýsinga um atvinnu hans og tekjur fyrir og eftir tjónsatvik. Að því er varðar atvinnutækifæri eftir það skal vakin athygli á því að í 2. mgr. er berum orðum vikið að því að líta skuli til þess hvort ætla megi að tjónþoli eigi kost á vinnu sem sanngjamt er að ætlast til að hann starfi við. Við slrkt sanngirnismat koma einkum til álita andlegir og líkamlegir hæfileikar tjónþola, verkkunnátta hans, menntun og aldur. (Leturbreyting okkar) Af ofangreindu má ráða að áherslan hvíli á mati á atvinnutækifærum annars vegar fyrir slys og hins vegar eftir slys. í því skyni skuli líta til þeirra þátta, sem í framhaldinu greinir. Ljóst er að sum þeirra hliðsjónaratriða, sem þar eru nefnd, s.s. tekjur fyrir og eftir slys, geta ekki átt við um flesta þá, sem 8. gr. tekur til. Þrátt fyrir það teljum við, að forsendur séu til þess að fram geti farið fjárhagslegt örorkumat gagnvart 8. greinar einstaklingum með mismun á atvinnutækifærum fyrir og eftir slys sem mælikvarða. Við mat á atvinnu- tækifærum fyrir og eftir slys yrði m.a. að líta til starfshæfni og starfa við- komandi tjónþola fyrr á ævinni, menntunar hans og starfsréttinda með það fyrir augum að ákvarða, að hvaða marki þessir möguleikar hafi raskast. Við það mat yrði gengið út frá andlegu og líkamlegu heilsufari viðkomandi tjónþola, eins og það var fyrir slys, svo og aldri hans. Ýmist má ætla að tjón geti valdið vanhæfni til þess að gegna ákveðnum störfum eða almennt minnkaðri getu til þess að sinna að fullu starfi sem viðkomandi þó ræður við. Taka má sem dæmi skurðlækni. Líkamlegur áverki getur valdið því að hann verði að hætta sem skurðlæknir og verði þá að snúa sér að öðru starfi. Annar áverki getur valdið því að skurðlæknirinn þurfi að stytta vinnudag sinn þótt hann geti áfram sinnt starfinu. í báðum tilvikum þarf að meta fjárhagslega örorku hins slasaða til örorkustiga skv. 3. mgr. 5. gr. laganna. I tilviki heimavinnandi einstaklings yrði almennt að meta skert hæfi til 250
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.