Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 28
Aldursskerðing
9. grein laganna er svohljóðandi:
9. grein laganna orðist svo:
Ef tjónþoli var 26 ára eða eldri þegar tjón
varð lækka örorkubætur skv. 6. og 8. gr. um
1% af bótafjárhæð, sem þar er ákveðin, fyrir
hvert aldursár frá 26 til 45, um 2% fyrir hvert
aldursár frá 46 til 55 og um 4% fyrir hvert
aldursár frá 56 til 70.
Ef ætla má að tjónþoli hefði verið vinnufær
og stundað vinnu eftir að hann er orðinn fullra
70 ára að aldri má víkja frá reglu 1. mgr. að
nokkru eða öllu.
I 4. og 6. gr. laganna eru töflu-
gildin miðuð við upphaf aldursárs.
Við útreikning bóta skal reiknað
með að margfeldisstuðull breytist
hlutfallslega jafnt milli töflugilda.
Efni 1. mgr. 9. gr. laganna um lækkun örorkubótafjárhæðar við hærri aldur
var dregið inn í töflu 6. gr. tillögu okkar. Hið sama gildir um efni 2. mgr.
í samræmi við það var tillaga okkar sú, að núverandi 9. gr. laganna félli
niður, en í stað kæmi regla um að margfeldisstuðlar 4. og 6. gr. laganna breytist
innan aldursársins til þess að girða fyrir þrep í bótafjárhæðum á afmælisdögum
tjónþola. Til skýringar á reglunni má nefna dæmi af manni sem er 30 ára og 50
daga á þeim degi sem varanleg örorka hans er metin. Margföldunarstuðull hans
skv. 6. gr. lækkar um 50/365 af mismuninum á margföldunarstuðli 30 ára
manns og 31 árs manns frá því sem tilgreint er við 30 ára aldursmarkið.
Örorkunefnd
10. gr.
Tjónþoli eða sá sem ábyrgð ber á tjóni getur hvor um sig óskað álits um ákvörðun
miskastigs og örorkustigs hjá örorkunefnd.
I örorkunefnd eiga sæti þrír menn sem skipaðir era af dómsmálaráðherra til sex
ára í senn. Skulu tveir nefndarmanna vera læknar, en einn lögfræðingur og er hann
formaður nefndarinnar. Formaður skal fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun
í embætti hæstaréttardómara. Ráðherra skipar varamenn eftir sömu reglum og aðal-
menn. Um hæfi nefndarmanna til að fara með mál skal fara eftir reglum laga um
sérstakt hæfi dómara.
Örorkunefnd skal semja töflur um miskastig.
Ráðherra setur reglugerð um starfsháttu örorkunefndar. í reglugerðinni skal m.a.
vera heimild fyrir nefndina til þess að kveðja lækna og aðra sérfróða menn til starfa
í þágu nefndarinnar. I reglugerð skal og kveða á um gjald fyrir matsgerðir sem
nefndin gerir.
Hér að framan höfum við gert grein fyrir tillögum til breytinga á 8. gr. sem
eru til þess fallnar að auka verkefni örorkunefndar. Þau viðfangsefni eru samt
sem áður þess efnis, að ekki verður af þeim sökum þörf á breytingu á 10. gr.
laganna.
252