Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 28
Aldursskerðing 9. grein laganna er svohljóðandi: 9. grein laganna orðist svo: Ef tjónþoli var 26 ára eða eldri þegar tjón varð lækka örorkubætur skv. 6. og 8. gr. um 1% af bótafjárhæð, sem þar er ákveðin, fyrir hvert aldursár frá 26 til 45, um 2% fyrir hvert aldursár frá 46 til 55 og um 4% fyrir hvert aldursár frá 56 til 70. Ef ætla má að tjónþoli hefði verið vinnufær og stundað vinnu eftir að hann er orðinn fullra 70 ára að aldri má víkja frá reglu 1. mgr. að nokkru eða öllu. I 4. og 6. gr. laganna eru töflu- gildin miðuð við upphaf aldursárs. Við útreikning bóta skal reiknað með að margfeldisstuðull breytist hlutfallslega jafnt milli töflugilda. Efni 1. mgr. 9. gr. laganna um lækkun örorkubótafjárhæðar við hærri aldur var dregið inn í töflu 6. gr. tillögu okkar. Hið sama gildir um efni 2. mgr. í samræmi við það var tillaga okkar sú, að núverandi 9. gr. laganna félli niður, en í stað kæmi regla um að margfeldisstuðlar 4. og 6. gr. laganna breytist innan aldursársins til þess að girða fyrir þrep í bótafjárhæðum á afmælisdögum tjónþola. Til skýringar á reglunni má nefna dæmi af manni sem er 30 ára og 50 daga á þeim degi sem varanleg örorka hans er metin. Margföldunarstuðull hans skv. 6. gr. lækkar um 50/365 af mismuninum á margföldunarstuðli 30 ára manns og 31 árs manns frá því sem tilgreint er við 30 ára aldursmarkið. Örorkunefnd 10. gr. Tjónþoli eða sá sem ábyrgð ber á tjóni getur hvor um sig óskað álits um ákvörðun miskastigs og örorkustigs hjá örorkunefnd. I örorkunefnd eiga sæti þrír menn sem skipaðir era af dómsmálaráðherra til sex ára í senn. Skulu tveir nefndarmanna vera læknar, en einn lögfræðingur og er hann formaður nefndarinnar. Formaður skal fullnægja skilyrðum laga til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara. Ráðherra skipar varamenn eftir sömu reglum og aðal- menn. Um hæfi nefndarmanna til að fara með mál skal fara eftir reglum laga um sérstakt hæfi dómara. Örorkunefnd skal semja töflur um miskastig. Ráðherra setur reglugerð um starfsháttu örorkunefndar. í reglugerðinni skal m.a. vera heimild fyrir nefndina til þess að kveðja lækna og aðra sérfróða menn til starfa í þágu nefndarinnar. I reglugerð skal og kveða á um gjald fyrir matsgerðir sem nefndin gerir. Hér að framan höfum við gert grein fyrir tillögum til breytinga á 8. gr. sem eru til þess fallnar að auka verkefni örorkunefndar. Þau viðfangsefni eru samt sem áður þess efnis, að ekki verður af þeim sökum þörf á breytingu á 10. gr. laganna. 252
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.