Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 29
Aðeins skal vakin athygli á 4. mgr. 10. gr. um heimild til að kveðja lækna og aðra sérfróða menn til starfa í þágu nefndarinnar. Breytingatillögur okkar að framan gætu, næðu þær fram að ganga, valdið ríkari þörf en áður á að kveðja „aðra sérfróða menn“ til starfa í einstökum málum, s.s. menn kunnuga launa- markaðinum. Vextir 16. grein laganna er svohljóðandi: Bætur fyrir þjáningar, varanlegan miska, örorku og missi framfæranda bera vexti frá því að tjón varð. Vextimir skulu nema 2% á ári, en dómsmálaráðherra getur í samráði við Seðlabanka Islands breytt vaxtafæt- inum. Ákvörðun um slíka breytingu skal gilda í a.m.k. tvö ár. Um dráttarvexti fer eftir reglum vaxta- laga. 16. grein laganna orðist svo: Bætur fyrir þjáningar, varanlegan miska, tímabundið atvinnutjón og missi framfæranda bera vexti frá því tjón varð. Bætur fyrir varanlega örorku bera vexti frá upphafsdegi metinnar örorku skv. 5. gr. Vextimir skulu nema 4,5% á ári. Um dráttarvexti fer eftir reglum vaxtalaga. Bætur fyrir varanlega örorku skv. 6. gr„ eins og við lögðum til að hún yrði, miðast við þann dag sem markar upphaf varanlegu örorkunnar, þ.e. það tímamark þegar frekari bata er ekki að vænta sbr. orðalag 5. gr. Eins og tafla 6. gr. er uppbyggð og vegna þess að gert er ráð fyrir að tjón slasaða, fyrir tímabilið frá slysdegi þar til honum er metin varanleg örorka, yrði gert upp sérstaklega, bera tjónþola ekki vextir af bótum fyrir varanlega örorku fyrr en frá því tímamarki sem varanleg örorka hans miðast við. Við gerðum tillögu um að 16. gr. yrði breytt í samræmi við þetta. Upphafstími vaxta af öðrum bótum héldist óbreyttur. Varðandi ákvörðun vaxtafótar, sem fram kemur í greininni, töldum við rökrétt, að um hann skuli gilda hið sama og felst í reglum um framtíðarávöxtun bóta og útreikningar 6. gr. byggjast á. Tillaga okkar var sú, að greininni yrði breytt til samræmis við það úr 2% í 4,5% ársvexti. 5. AFDRIF FRUMVARPSINS Álitsgerð okkar til allsherjamefndar, sem dags. er 10. nóvember 1995, fylgdi fullbúið frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum, eins og að framan er greint. Fmmvarpið var sent mörgum aðilum til umsagnar og hlaut ítarlega umfjöllun í þingnefndinni. Mikill stuðningur kom fram við frumvarpið, einkum frá lögmönnum. Barst Alþingi skrifleg áskoran stórs hluta lögmannastéttarinnar um að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi og tryggja með því slösuðu fólki réttmætar bætur vegna fjártjóns og miska. Mikil andstaða kom einnig fram við frumvarpið einkum frá vátryggingafélögunum og samtökum vátryggjenda. 253
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.