Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 30
Gagnrýni þessara aðila var af ýmsum toga. Því var haldið fram að reglur frumvarpsins leiddu til þess að tjón yrðu ofbætt í mörgum tilvikum, þ.e. heildarbætur til hins slasaða yrðu hærri en næmi tekjutjóni hans. Þá var því haldið fram að aukinn bótaréttur hlyti að leiða til hækkunar á iðgjöldum bifreiðatrygginga. Loks kom fram gagnrýni á ákvörðun lágmarkslauna til viðmiðunar við bótaútreikning og um afmörkun bótaréttar fyrir varanlega örorku við aldur. a) Um hœttuna á ojbótum Varðandi fyrsta þáttinn, þ.e. hættuna á ofbótum, er nauðsynlegt að hafa í huga að skaðbótalögin frá 1993 byggjast á stöðlun og einföldun bótareglnanna. Kemur fram í 4. mgr. 5. gr. laganna, að greiðslur, sem tjónþoli fær frá þriðja manni vegna líkamstjóns, svo sem frá almannatryggingum, lífeyrissjóði eða vátryggingafélagi, dragist ekki frá skaðabótakröfu. I frumvarpi okkar er ekki lagt til að horfið verði frá þessari stöðlun bótareglnanna. Það liggur í hlutarins eðli að stöðlun við útreikning bóta felur í vissum mæli í sér að litið er framhjá einstaklingsbundnum atriðum sem varða bótarétt hins slasaða. Stöðlunin leiðir í sumum tilvikum til minni og öðrum tilvikum til meiri bótaréttar slasaðs manns en yrði við einstaklingsbundinn útreikning tjóns. Ef krafan er sú að tryggja að bætur séu hverju sinni í sem mestu samræmi við einstaklingsbundið tjón hins slasaða hlýtur það að leiða af sér fráhvarf frá stöðluðum bótareglum. Gagn- rýnin, að þessu leyti, á því eins við um reglur gildandi laga. Þá er rétt að vekja athygli á því að svokallaðar ofbætur samkvæmt frum- varpinu yrðu nánast eingöngu í þeim tilvikum þar sem slasaði ætti rétt til lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóði vegna slyss. Slíkar bætur skerða ekki bótarétt slasaða samkvæmt frumvarpinu og gera það ekki heldur samkvæmt gildandi lögum. Lífeyrisgreiðslur af þessu tagi koma ekki til nema varanleg örorka sé metin mjög há, yfirleitt er 40% eða 50% varanleg örorka skilyrði þessa bótaréttar. Sem betur fer eru tilvik mjög fá á hverju ári þar sem varanleg örorka er metin svo mikil. Má nefna að örorkunefnd, sem starfar skv. 10. gr. skaða- bótalaganna, bárust á árinu 1996 alls 533 mál. I 7 tilvikum hefur varanleg örorka verið metin 50% eða meiri og í 5 tilvikum hefur örorkustigið orðið á bilinu 35 til 49%. Tekið skal fram að nefndin hefur enn ekki lokið afgreiðslu allra mála sem bárust á árinu 1996 þannig að tölumar kunna að breytast lítillega. Rétt til lífeyrisgreiðslna vegna slysa frá lífeyrissjóði eignast menn með því að greiða til sjóðsins af launum sínum. Lengst af hefur verið litið svo á að fara beri með slíkar bætur með sama hætti og bætur úr frjálsri slysatryggingu sem slasaði hefur sjálfur keypt, þ.e. greiðslurnar eigi ekki að skerða bótarétt slasaða. í eldra bótakerfi höfðu dómstólar þó stundum hliðsjón af réttindum úr líf- eyrissjóði við ákvörðun heildarbóta. Ástæða er einnig til að benda á að við ákvörðun fjártjónsbóta til slasaðs fólks er hér á landi yfirleitt eingöngu litið til tapaðra tekna. Bætur fyrir annað fjártjón 254
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.