Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 41
Nokkur reynsla er komin á að vinna eftir þessari lagagrein og hafa ýmsar
spumingar vaknað. Einkum virðist óljóst hvaða skilning beri að leggja í hug-
tökin „þjáningar“, „bati“ og „veikur“. Þá hefur samband þjáninga- og óvinnu-
fæmitíma verið óljóst. Verður nú fjallað sérstaklega um hvem þessara þátta.
3.1 Hugtökin „þjáningar“ og „bati“
Þjáningar samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga eiga fyrst og fremst við um tíma-
bundið ófjárhagslegt tjón af völdum líkamsskaða til aðgreiningar frá varanlegu
ófjárhagslegu tjóni, sem nefnt er varanlegur miski og fjallað er um í 4. gr. Orðið
þjáningar er bein þýðing á danska orðinu „lidelse“ sem var notað í dönsku
hegningarlögunum,15 en í dönsku skaðabótalögunum var kosið að nota orða-
lagið „svie og smerte“.16 í Þýskalandi eru þjáningabætur nefndar „Schmerzens-
geld“.
Skilgreiningu á þjáningahugtakinu er hvergi að finna, hvorki í íslensku né
dönsku skaðabótalögunum eða frumvörpunum. Á nokkmm stöðum er þó
fjallað um atriði sem mætti nota í slíka skilgreiningu. Af texta lagagreinarinnar
um þjáningar verður það eitt ráðið að tjónþoli skuli í kjölfar tjónsins vera
„veikur“, líða „þjáningar“ og fá bætur „þar til ekki er að vænta frekari bata“, en
þessi hugtök eru ekki skýrð nánar í athugasemdum við frumvarpið. í skýringum
við 2. málsl. lagagreinarinnar, -„Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða
þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur“- er tilgreint sem dæmi að „líkams-
tjón valdi tímabundnum líkamlegum óþægindum eða trufli eðlilega líkams-
starfsemi".17 Vel má hugsa sér að þessi skýring geti átt við um þjáningar
almennt.18 Hjá Bo von Eyben er sami málsliður skýrður með orðunum:
skaden midlertidigt medfprer fysiske gener eller indskrækninger i de normale
legemsfunktioner, uden at skadelidte kan siges at være syg. (Feitletur AÞÓ)
Nánari merkingu þjáningahugtaksins má ráða af dönskum dómsniður-
stöðum. Bo von Eyben skýrir frá dómum um þjáningar í tengslum við höfuð-
verki, minnis- og einbeitingarerfiðleika, svo og andlega „psykisk“ vanlíðan
eftir andlitsáverka:
U 1989.860 V („...betydelige arbejdsmæssige gener...“) og U 1990.640 V
(„...psykisk ubehag í forbindelse med en ansigtslæsion“.) og U 1995.253 V (,„..da
15 „§ 15 ikrafttrædelsesloven til straffeloven" samkvæmt Kruse, Anders Vinding og Mdller, Jens:
Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn 1993, bls. 77.
16 Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer.
Kaupmannahöfn 1993, bls. 77.
17 Frumvarp til skaðabótalaga, lagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls. 29.
18 Sjá kaflana 3.1.1 Þjáður en vinnufær og 5.2 Þjáningartímabil (Þ) lengra en óvinnufæmitímabil
(Ó) (Þ>Ó).
265