Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 43
tjónþoli sé óvinnufær.23 Skýringin er sú að þjáningar eiga við ófjárhagslegt tjón meðan óvinnufæmi er bætt sem fjárhagslegt tjón. í athugasemdum við 3. grein íslensku skaðabótalaganna segir orðrétt: „Ákvæði fmmvarpsins breyta í engu þeirri reglu sem nú gildir að réttur til þjáningabóta stofnast án tillits til þess hvort tjónþoli hefur orðið fyrir fjártjóni“.24 Þannig getur tjónþoli verið vinnandi en samt uppfyllt skilyrði um þjáningar og því notið þjáningabóta. Þessi hugsun er orðuð svo í texta skaðabótalaganna í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.: „Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur“. Orðið „veikur“ merkir hér „óvinnufær“ eins og skýrt kemur fram í lagaskýringarriti Karnovs og fjallað verður nánar um í næsta kafla: Betydningen er formentlig kun, at der undtagelsesvis kan tilkendes godtgprelse for svie og smerte, selv om skadelidte ikke er sygemeldet, jfr. Gomard & Wad 42 og som eksempel U 1989 860 (genoptagelse af arbejde som skolelærer 2 dage efter skadens indtræden, men betydelige gener herved; godtgprelse givet for ca 4'/2 máned) og U 1995 253 (hovedpine og koncentrationsbesvær mv som fplge af hjemerystelse; skpnsmæssigt fastsat godtgprelse pá 10.000 kr for perioden efter genoptagelsen af arbejdet).25 (Feitletur AÞÓ) 3.2 Tvær merkingar hugtaksins „veikur“ Hugtakið „veikur" er einungis notað í 3. grein skaðabótalaganna. Þar kemur orðið tvisvar fyrir og er notað í mismunandi merkingu. Þar segir fyrst að greiða eigi þjáningabætur fyrir hvem dag sem tjónþoli er veikur og á batavegi. Orðið „veikur“ í þessu samhengi vísar til óþæginda, verkja og vanlíðunar sem veikindaástandi fylgir. Síðar í sömu lagagrein segir að heimilt sé „að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur“ en þar er átt við „að líkamstjón valdi tímabundnum líkamlegum óþægindum eða tmfli eðlilega líkamsstarfsemi, án þess að sagt verði að tjónþoli sé veikur“.26 í þessu samhengi virðist orðið „veikur“ fremur vísa til óvinnufæmi en óþæginda eins og nefnt var hér að framan.27 Þessi ruglingur hefur leitt til óvissu um merkingu orðsins „veikur“ og þar með merkingu allrar lagagreinarinnar.28 Ovissan kemur m.a. fram í því að tímalengd þjáninga og óvinnufæmi er oft ruglað saman 29 23 í máli E-5985/1995 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur voru þjáningabætur dæmdar samkvæmt þessu sjónarmiði. 24 Frumvarp til skaðabótalaga, iagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls. 29. 25 Karnovs lovsamling. Kamovs forlaget 1996, bls. 3785. 26 Fmmvarp til skaðabótalaga, lagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls. 29. 27 Kafli 3.1.1 Þjáður en vinnufær. Karnovs lovsamling. Kamovs forlaget 1996, bls. 3785. Gomard, Bemhard og Wad, Ditlev: Erstatning og godtgoreise. Kaupmannahöfn 1986, bls. 42. 28 Sjá einnig Guðni Á. Haraldsson: „Miskabætur". Lögmannabiaðið, 3. tbl., 1996, bls. 8. Guðni gengur svo langt að segja að varast beri notkun hugtakanna „veikur“ eða „óvinnufær". 29 Sjá nánar í kafla 5 Samband tímalengdar þjáninga og tímabundins atvinnutjóns. 267
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.