Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 66
og Svíþjóðar. Norræni samningurinn er fyrsti og eini marghliðasamningurinn
um tvísköttun milli aðildarríkja OECD.
Hér á eftir verður fjallað almennt um tvísköttunarsamninga og þann
lagaramma sem þeir hvíla á hérlendis og vikið að samningsfyrirmynd OECD
um skatta (2. kafli) og síðan fjallað um nýja Norðurlandasamninginn og
einstakar greinar hans (3. kafli).
2. ALMENNT UM TVÍSKÖTTUNARSAMNINGA
I L mgr. 117. greinar tskl. nr. 75/1981 segir svo:9
Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjómir annarra ríkja um gagn-
kvæmar ívilnanir á tekju- og eignarskatti erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir
gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sömu tekjum eða eignum bæði
á íslandi og erlendis.
Samsvarandi heimild er að finna í 1. mgr. 34. gr. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna
sveitarfélaga sem hljóðar svo:
Ríkisstjóminni er heimilt að gera samninga við stjómir annarra ríkja um gagn-
kvæmar ívilnanir á útsvörum þeirra erlendra og íslenskra aðila sem eftir gildandi
útsvarslögum ríkjanna eiga að greiða útsvar af sömu tekjum bæði á Islandi og í
einhverju öðru ríki.
Þá segir svo í 2. mgr. 117. gr. tskl.:
Enn fremur er ríkisstjóminni heimilt að gera samninga um gagnkvæm upplýsinga-
skipti og um innheimtu opinberra gjalda við önnur ríki.10
Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Islands, fer utanríkisráðuneytið með
samninga við önnur ríki og gerð þeirra. í framkvæmd hefur fjármálaráðuneytið
annast skattalegan þátt samninganna og samningaviðræður við önnur ríki. Eftir
að tvísköttunarsamningur hefur verið undirritaður og samningsríkin hafa skipst
á fullgildingarskjölum er gildistaka hans kunngerð með auglýsingu í C deild
Stjómartíðinda, þar sem samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýs-
ingunni.
Heimild ríkisstjórnarinnar nær samkvæmt þessu til þess að semja við
9 Um sögu ákvæðisins sjá Benedikt Sigurjónsson: „Tvísköttunarsamningar", Úlfljótur, 2. tbl.
1971, bls. 100.
10 Sjá samning milli Norðurlandanna um gagnkvæma aðstoð í skattamálum, sbr. lög. nr. 46/1990
og samning OECD og Evrópuráðsins um gagnkvæma stjómsýsluaðstoð í skattamálum, sbr. lög frá
5. júní 1996. Ekki verður frekar fjallað um aðstoðarsamningana, sem eru lögfestir sérstaklega, en
sum ákvæði þeirra em vemlega íþyngjandi fyrir gjaldendur.
290