Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 68
ingsins verður ekki beitt meðan heimild skortir í íslensk lög til þess að
skattleggja vaxtatekjur greiddar til aðila heimilsfastra erlendis.14
Það verður ekki hjá því komist að víkja aðeins að samningsfyrirmynd
Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um skatta. Fyrsta samningsfyrir-
myndin er frá árinu 1963 og gilti hún þar til 1977-fyrirmyndin leysti hana af
hólmi. Nýjasta samningsfyrirmynd OECD er frá árinu 1992 en þá var ákveðið
að gefa fyrirmyndina út í lausblaðaformi til þess að auðvelda stöðuga
endurskoðun hennar. Síðan 1992 hafa tvennar breytingar verið gefnar út, sú
fyrri á árinu 1994 og sú síðari á árinu 1995. Ný útgáfa er væntanleg síðar á
þessu ári. Samningsfyrirmynd OECD er í 30 greinum ásamt skýringum og
skiptist í sjö kafla.
I fyrsta kafla eru ákvæði um til hvaða aðila og skatta samningurinn nær.
Samningamir ná venjulega til aðila sem heimilisfastir eru í öðru eða báðum
samningsríkjunum og skattamir em tekju- og eignarskattar.
í öðrum kafla er fyrst fjallað um almennar skilgreiningar, t.d. hugtökin
flutningar á alþjóðaleiðum og bær stjómvöld. Þar er venjulega í samningum
milli ríkja sett skilgreining á landi því og landsvæði sem samningurinn tekur til.
Þar er einnig að finna skilgreiningu á heimilisfesti og ákvæði um það hvemig
skal leysa vandamál varðandi tvöfalda heimilisfesti og loks ákvæði um fasta
atvinnustöð.
í þriðja kafla eru ákvæði um hinar ýmsu tegundir tekna, t.d. tekjur af fast-
eignum, atvinnurekstrartekjur, ágóðahluti, vexti, þóknanir, vinnulaun o.fl. og
gerðar tillögur um hvar eigi eða megi skattleggja þær eða hvemig á að skipta
skattlagningu þeirra milli samningslandanna. í fjórða kafla em reglur um
skattlagningu eigna. Þessa kafla verður að skoða í nánu samhengi við reglumar
um þær aðferðir sem notaðar eru til að komast hjá tvísköttun í fimmta kafla
samningsfyrirmyndarinnar.
í sjötta kafla eru sérstök ákvæði, svo sem um jafnrétti og upplýsingaskipti,
og í sjöunda kafla eru lokaákvæði um gildistöku og uppsögn samningsins.
Hlutverk samningsfyrirmyndar OECD varðandi skatta er að stuðla að sam-
ræmdri þróun í alþjóðlegum skattamálefnum með því að láta grundvallar-
reglumar um skattlagningu tekna og eigna fylgja viðurkenndu, almennu
munstri og hafa þær eins skýrar og nákvæmar og mögulegt er. Reglumar í
OECD-fyrirmyndinni eru fyrst og fremst samdar af iðnríkjunum og með hags-
muni þeirra í huga. Samkvæmt þeim er þess vegna oftast beitt þeirri aðferð til
að komast hjá tvísköttun tekna og eigna (einkum fjárfestingartekna og -eigna)
að leggja skattlagningarréttinn að fullu eða aðallega til þess ríkis þar sem
skattgreiðandinn er heimilisfastur (heimilisfestarreglan). Á það skal lögð
áhersla hér að reglumar í samningsfyrirmynd OECD og athugasemdir þær sem
birtar eru með þeim hafa mikla þýðingu við framkvæmd og túlkun tvískött-
14 Annað mál er að skattleggja má vexti sem tengjast fastri starfsstöð sem erlendis búsettur aðili
hefur hér á landi, sbr. umfjöllun í kafla 3.3.4.7 hér á eftir.
292