Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 68
ingsins verður ekki beitt meðan heimild skortir í íslensk lög til þess að skattleggja vaxtatekjur greiddar til aðila heimilsfastra erlendis.14 Það verður ekki hjá því komist að víkja aðeins að samningsfyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um skatta. Fyrsta samningsfyrir- myndin er frá árinu 1963 og gilti hún þar til 1977-fyrirmyndin leysti hana af hólmi. Nýjasta samningsfyrirmynd OECD er frá árinu 1992 en þá var ákveðið að gefa fyrirmyndina út í lausblaðaformi til þess að auðvelda stöðuga endurskoðun hennar. Síðan 1992 hafa tvennar breytingar verið gefnar út, sú fyrri á árinu 1994 og sú síðari á árinu 1995. Ný útgáfa er væntanleg síðar á þessu ári. Samningsfyrirmynd OECD er í 30 greinum ásamt skýringum og skiptist í sjö kafla. I fyrsta kafla eru ákvæði um til hvaða aðila og skatta samningurinn nær. Samningamir ná venjulega til aðila sem heimilisfastir eru í öðru eða báðum samningsríkjunum og skattamir em tekju- og eignarskattar. í öðrum kafla er fyrst fjallað um almennar skilgreiningar, t.d. hugtökin flutningar á alþjóðaleiðum og bær stjómvöld. Þar er venjulega í samningum milli ríkja sett skilgreining á landi því og landsvæði sem samningurinn tekur til. Þar er einnig að finna skilgreiningu á heimilisfesti og ákvæði um það hvemig skal leysa vandamál varðandi tvöfalda heimilisfesti og loks ákvæði um fasta atvinnustöð. í þriðja kafla eru ákvæði um hinar ýmsu tegundir tekna, t.d. tekjur af fast- eignum, atvinnurekstrartekjur, ágóðahluti, vexti, þóknanir, vinnulaun o.fl. og gerðar tillögur um hvar eigi eða megi skattleggja þær eða hvemig á að skipta skattlagningu þeirra milli samningslandanna. í fjórða kafla em reglur um skattlagningu eigna. Þessa kafla verður að skoða í nánu samhengi við reglumar um þær aðferðir sem notaðar eru til að komast hjá tvísköttun í fimmta kafla samningsfyrirmyndarinnar. í sjötta kafla eru sérstök ákvæði, svo sem um jafnrétti og upplýsingaskipti, og í sjöunda kafla eru lokaákvæði um gildistöku og uppsögn samningsins. Hlutverk samningsfyrirmyndar OECD varðandi skatta er að stuðla að sam- ræmdri þróun í alþjóðlegum skattamálefnum með því að láta grundvallar- reglumar um skattlagningu tekna og eigna fylgja viðurkenndu, almennu munstri og hafa þær eins skýrar og nákvæmar og mögulegt er. Reglumar í OECD-fyrirmyndinni eru fyrst og fremst samdar af iðnríkjunum og með hags- muni þeirra í huga. Samkvæmt þeim er þess vegna oftast beitt þeirri aðferð til að komast hjá tvísköttun tekna og eigna (einkum fjárfestingartekna og -eigna) að leggja skattlagningarréttinn að fullu eða aðallega til þess ríkis þar sem skattgreiðandinn er heimilisfastur (heimilisfestarreglan). Á það skal lögð áhersla hér að reglumar í samningsfyrirmynd OECD og athugasemdir þær sem birtar eru með þeim hafa mikla þýðingu við framkvæmd og túlkun tvískött- 14 Annað mál er að skattleggja má vexti sem tengjast fastri starfsstöð sem erlendis búsettur aðili hefur hér á landi, sbr. umfjöllun í kafla 3.3.4.7 hér á eftir. 292
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.