Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 74
um landfræðilega rýmkun verið notuð til þess að víkka gildissvið hans þannig
að hann nái einnig til Álandseyja að þessu leyti. Þess er að vænta að svipað
verði gert varðandi nýja samninginn. Noregur tekur ekki til Svalbarða, Jan
Mayen og norskra svæða (biland) utan Evrópu. Samningurinn tekur til sérhvers
aðliggjandi svæðis utan landhelgi hvers ríkis þar sem ríkið samkvæmt lögum
sínum og í samræmi við þjóðarétt hefur rétt til rannsókna og hagnýtingar á
náttúruauðlindum á hafsbotni eða í honum. Samningurinn nær þannig til
landgrunnsins að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þar.
Hér áður er vikið að hugtökunum „aðili“, „félag“ og „samtök aðila“ og „bært
stjórnvald“. Skilgreiningu á hugtakinu „samtök aðila“ er í gamla samningnum
einungis að finna í 11. mgr. 10. greinar. Flutningur þessarar skilgreiningar úr
10. gr. í 3. greinina þýðir að nú gildir hugtakið ekki einungis um ágóðahluti skv.
10. gr. heldur í samningnum öllum.
Hugtökin „fasteign“, „ríkisborgari“, „flutningar á alþjóðaleiðum“ og „hags-
munatengd fyrirtæki“ eru einnig skilgreind í 3. grein. Hugtakið fasteign er að
hluta til skilgreint með tilvísun í lög þess samningsríkis sem fasteignin er
staðsett í. Ríkisborgari á íslandi merkir mann sem á ríkisfang á Islandi og
lögaðila eða önnur samtök aðila sem stofnað er til samkvæmt íslenskum lögum.
Hugtakinu „flutningar á alþjóðaleiðum" hefur verið breytt frá gamla samn-
ingnum, þannig að það merkir nú flutninga með skipi eða loftfari sem rekið er
af aðila sem hefur heimilisfesti í samningsrrki nema því aðeins^ að skipið eða
loftfarið sé eingöngu notað milli staða í öðru samningsríki.21 í gamla samn-
ingnum er miðað við að skipið eða loftfarið sé rekið af fyrirtæki sem hefur
raunverulega framkvæmdastjórn í öðru samningsríki.
Þrátt fyrir yfirskrift 3. greinar, almennar skilgreiningar, finnast almennar
skilgreiningar einnig í öðrum greinum samningsins. Þannig er hugtakið „heim-
ilisfesti" skilgreint í 4. grein hans og „föst atvinnustöð“ í 5. grein. Þá má finna
grundvallarskilgreiningar á „vöxtum" í 3. mgr. 11. greinar og „þóknunum" í 3.
mgr. 12. greinar. Þá er hugtakið „arður“ að hluta til skilgreint með tilvísun í
löggjöf þess ríkis þar sem félagið sem greiddi arðinn er heimilisfast.
3.3.3.2 Túlkun samningsins
Það er umdeilt í alþjóðlegum skattarétti hvernig túlka skuli tvísköttunar-
samninga. Þar eð tvísköttunarsamningar eru hluti af þjóðarétti er þó einhugur
um það að túlkunin eigi að vera í samræmi við reglur þjóðaréttar sem oft eru
frábrugðnar þeim túlkunarreglum sem gilda samkvæmt innri réttarreglum
samningsríkjanna. Ekki er einhugur um það hvort beita eigi hugrænum eða
hlutrænum lögskýringarsjónarmiðum við túlkun tvísköttunarsamninga. Talið er
að Vínarsáttmálinn um alþjóðlegan samningarétt frá 1969 eigi einnig við um
túlkun tvísköttunarsamninga. Athugasemdir með samningsfyrirmynd OECD
21 Gerð var sú breyting á nýja samningnum með bókun 6. október 1997 að skipið eða loftfarið sé
eingöngu notað milli staða í samningsríki (leturbreyting GV).
298