Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 74
um landfræðilega rýmkun verið notuð til þess að víkka gildissvið hans þannig að hann nái einnig til Álandseyja að þessu leyti. Þess er að vænta að svipað verði gert varðandi nýja samninginn. Noregur tekur ekki til Svalbarða, Jan Mayen og norskra svæða (biland) utan Evrópu. Samningurinn tekur til sérhvers aðliggjandi svæðis utan landhelgi hvers ríkis þar sem ríkið samkvæmt lögum sínum og í samræmi við þjóðarétt hefur rétt til rannsókna og hagnýtingar á náttúruauðlindum á hafsbotni eða í honum. Samningurinn nær þannig til landgrunnsins að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þar. Hér áður er vikið að hugtökunum „aðili“, „félag“ og „samtök aðila“ og „bært stjórnvald“. Skilgreiningu á hugtakinu „samtök aðila“ er í gamla samningnum einungis að finna í 11. mgr. 10. greinar. Flutningur þessarar skilgreiningar úr 10. gr. í 3. greinina þýðir að nú gildir hugtakið ekki einungis um ágóðahluti skv. 10. gr. heldur í samningnum öllum. Hugtökin „fasteign“, „ríkisborgari“, „flutningar á alþjóðaleiðum“ og „hags- munatengd fyrirtæki“ eru einnig skilgreind í 3. grein. Hugtakið fasteign er að hluta til skilgreint með tilvísun í lög þess samningsríkis sem fasteignin er staðsett í. Ríkisborgari á íslandi merkir mann sem á ríkisfang á Islandi og lögaðila eða önnur samtök aðila sem stofnað er til samkvæmt íslenskum lögum. Hugtakinu „flutningar á alþjóðaleiðum" hefur verið breytt frá gamla samn- ingnum, þannig að það merkir nú flutninga með skipi eða loftfari sem rekið er af aðila sem hefur heimilisfesti í samningsrrki nema því aðeins^ að skipið eða loftfarið sé eingöngu notað milli staða í öðru samningsríki.21 í gamla samn- ingnum er miðað við að skipið eða loftfarið sé rekið af fyrirtæki sem hefur raunverulega framkvæmdastjórn í öðru samningsríki. Þrátt fyrir yfirskrift 3. greinar, almennar skilgreiningar, finnast almennar skilgreiningar einnig í öðrum greinum samningsins. Þannig er hugtakið „heim- ilisfesti" skilgreint í 4. grein hans og „föst atvinnustöð“ í 5. grein. Þá má finna grundvallarskilgreiningar á „vöxtum" í 3. mgr. 11. greinar og „þóknunum" í 3. mgr. 12. greinar. Þá er hugtakið „arður“ að hluta til skilgreint með tilvísun í löggjöf þess ríkis þar sem félagið sem greiddi arðinn er heimilisfast. 3.3.3.2 Túlkun samningsins Það er umdeilt í alþjóðlegum skattarétti hvernig túlka skuli tvísköttunar- samninga. Þar eð tvísköttunarsamningar eru hluti af þjóðarétti er þó einhugur um það að túlkunin eigi að vera í samræmi við reglur þjóðaréttar sem oft eru frábrugðnar þeim túlkunarreglum sem gilda samkvæmt innri réttarreglum samningsríkjanna. Ekki er einhugur um það hvort beita eigi hugrænum eða hlutrænum lögskýringarsjónarmiðum við túlkun tvísköttunarsamninga. Talið er að Vínarsáttmálinn um alþjóðlegan samningarétt frá 1969 eigi einnig við um túlkun tvísköttunarsamninga. Athugasemdir með samningsfyrirmynd OECD 21 Gerð var sú breyting á nýja samningnum með bókun 6. október 1997 að skipið eða loftfarið sé eingöngu notað milli staða í samningsríki (leturbreyting GV). 298
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.