Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 76
ráða um merkingu hugtaks, en um þetta var deilt þegar ákvæðið var orðað með þeim hætti sem gert var í samningnum frá 1989. 3.3.3.3 4. grein. Heimilisfesti í 4. grein er kveðið á um það hvenær aðili telst í skattalegum skilningi vera heimilisfastur í einu af samningsríkjunum. Hugtakið hefur grundvallarþýðingu varðandi 1. grein samningsins við ákvörðun á því til hvaða aðila samningurinn nær yfirleitt, þ.e. hvaða aðilar geta notið góðs af þeim ívilnunum sem hin ýmsu ákvæði samningsins hafa að geyma til þess að komast hjá tvísköttun. Teljist aðili ekki aðili að samningnum gilda skattaákvæði beggja eða allra landanna um tekjur hans og eignir með fullum þunga. Hugtakið „aðili heimilisfastur í samningsríki“ merkir skv. 1. mgr. aðila sem ber ótakmarkaða skattskyldu í því ríki samkvæmt lögum þess vegna heimilisfesti, búsetu, aðseturs stjómar fyrirtækis, skráningarstaðar eða af öðram svipuðum ástæðum. Því er nú slegið föstu í nýja samningnum að hugtakið nái einnig til samningsríkisins sjálfs og opinberra aðila, sveitarstjóma og opinberra stofnana í þeim. Er þetta gert í samræmi við breytingu sem gerð var á texta 1. mgr. 4. greinar í samnings- fyrirmynd OECD 1995, enda talið í samræmi við það sem almennt var álitið í aðildarríkjum OECD. Þá er nú tekið sérstaklega fram, í samræmi við tillögu Svíþjóðar, að hugtakið aðili heimilisfastur í samningsríki taki til samtaka aðila og dánarbús en þó einungis að því marki sem tekjur eða eignir þeirra séu skattlagðar í því ríki með sambærilegum hætti og tekjur eða eignir sem aðili með heimilisfesti þar hefur eða á, sbr. b lið 1. mgr. 4. greinar. Eins og vikið er að hér að framan í umfjöllun um 3. grein merkir hugtakið „samtök aðila“ samtök sem ekki eru skattlögð sem sjálfstæðir skattaðilar. Eins og fram kemur í kafla 3 hér að framan geta sameignarfélög á íslandi ýmist verið sjálfstæðir skattaðilar eða án skattaðildar þar sem tekjur þess og eignir eru skattlagðar hjá eigendum þess. Fyrmefndu sameignarfélögin falla undir skilgreininguna „aðili heimilisfastur í samnings- ríki“ í 1. málslið 1. mgr. 4. greinar. Síðamefndu sameignarfélögin falla undir skilgreininguna „samtök aðila“ í 3. grein, þ.e. samtök sem ekki eru skattlögð sem sjálfstæðir skattaðilar. Með breytingunni er því slegið föstu að skattalega ósjálfstæð sameignarfélög geti talist aðilar að samningnum ef tekjur þeirra eða eignir eru skattlagðar hjá sameigendum í samningsríki. Varðandi hugtakið „aðili heimilisfastur í samningsríki“ vísar samningurinn til þeirra heimilisfestishugtaka sem gilda samkvæmt landsrétti hvers samnings- ríkis fyrir sig. Sú staða getur komið upp að tvö lönd geri samtímis kröfu um að aðili teljist heimilisfastur í þeirra ríki (tvöföld heimilisfesti). Maður getur til dæmis verið búsettur á Islandi og átt þar heimili og fjölskyldu en þurft vegna vinnu sinnar að dvelja lengur en 6 mánuði í Danmörku. Bæði löndin telja mann- inn heimilisfastan í sínu ríki, samkvæmt sinni löggjöf. Þetta þýðir það að regl- umar um skiptingu skattlagningarréttar milli ríkjanna í 6.-24. grein samningsins nýtast ekki þar sem þær gera ráð fyrir því að gjaldandi sé einungis heimilsfastur 300
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.