Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 80
Ákvæði samsvarandi því sem er að finna í 3. mgr. 6. greinar er ekki að finna
í OECD-fyrirmyndinni og er tekið inn í samninginn að frumkvæði Finna. Það
felur í sér að gefi eignarhald hlutabréfa í hlutafélagi sem hefur þann megin-
tilgang að eiga fasteign eigandanum rétt til að nýta fasteign í eigu félagsins,
getur ríkið þar sem fasteignin er staðsett skattlagt tekjur af afnotarétti eigandans
af fasteigninni. Samkvæmt íslenskum skattalögum gætu afnot eiganda hluta-
bréfanna af fasteigninni talist til arðstekna hans af hlutafé eða endurgjaldslaus
afnot af fasteign. I 3. mgr. er kveðið á um að fara skuli með slíkt tilfelli sem
tekjur vegna endurgjaldslausra afnota af fasteign, sem þýðir að nota má 40,88%
skatthlutfall (29,31% tekjuskattur og 11,57% útsvar) án persónuafsláttar á
þessar tekjur við skattlagningu á Islandi á álagningarárinu 1997, sbr. 3. tl. 71.
gr. tskl. og 23. gr. tekjustofnalaga, í stað 15%23 skatthlutfalls samkvæmt 10.
grein Norðurlandasamningsins.
Heimild til þess að skattleggja tekjur erlendis heimilisfastra aðila af fasteign
á íslandi er að finna í 5. tl. 3. gr. tskl. Samkvæmt 3. tl. 71. gr. tskl. og 23. gr.
útsvl. er skatthlutfallið við álagningu 1997 vegna tekna ársins 1996 samtals
40,88% án persónuafsláttar þegar um menn er að ræða, en breytist í 10%
fjármagnstekjuskatt við álagningu 1998 vegna tekna ársins 1997, sbr. 11. gr. 1.
137/1996. Skattur erlendra lögaðila á íslandi af tekjum af fasteign var og er
33%.
3.3.4.3 7. grein. Hagnaður af atvinnurekstri
Þessi grein er óbreytt frá gamla samningnum og í samræmi við samnings-
fyrirmynd OECD. I 1. mgr. er kveðið á um þá meginreglu að hagnað af
atvinnurekstri skuli einungis skattleggja í heimilisfestarrrkinu, nema fyrirtækið
hafi með höndum atvinnurekstur í upprunaríkinu út frá fastri atvinnustöð þar. I
síðastnefnda tilfellinu má upprunaríkið skattleggja þann hluta hagnaðar fyrir-
tækisins sem tengja má hinni föstu atvinnustöð.
I 2.-6. mgr. er fjallað um uppgjör skattskylds hagnaðar af fastri atvinnustöð.
I 7. mgr. er því slegið föstu að feli hagnaður af atvinnurekstri í sér tekjur sem
sérstök ákvæði eru um í öðrum greinum samningsins skuli þær tekjur með-
höndlaðar eftir þessum sérstöku ákvæðum þeirra greina, sbr. þó það sem síðar
segir um 2. mgr. 10., 11., 12. og 22. gr. samningsins.24
Hugtakið „föst atvinnustöð“ er skilgreind í 5. grein samningsins, sbr.
umfjöllun í kafla 3333 hér að framan.
Heimild til skattlagningar fastrar atvinnustöðvar erlendis heimilisfastra aðila
hérlendis er að finna í 4. tl. 3. gr. tskl. Skatthlutfallið er 40,88% án persónu-
afsláttar hjá mönnum í atvinnurekstri en 33% hjá lögaðilum. Athugandi er að
arðstekjur sbr. 2. mgr. 10. gr. samningsins, vaxtatekjur sbr. 2. mgr. 11. gr.,
23 Skatthlutfallið takmarkast nú skv. íslenskum lögum við 10% vegna arðgreiðslna til manna, sbr.
nánar kafla 3.3.4.6 hér á eftir.
24 Sjá nánar Det nordiska skatteavtalet med kommentarer andra upplag 1990, bls. 103-104.
304