Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Síða 80
Ákvæði samsvarandi því sem er að finna í 3. mgr. 6. greinar er ekki að finna í OECD-fyrirmyndinni og er tekið inn í samninginn að frumkvæði Finna. Það felur í sér að gefi eignarhald hlutabréfa í hlutafélagi sem hefur þann megin- tilgang að eiga fasteign eigandanum rétt til að nýta fasteign í eigu félagsins, getur ríkið þar sem fasteignin er staðsett skattlagt tekjur af afnotarétti eigandans af fasteigninni. Samkvæmt íslenskum skattalögum gætu afnot eiganda hluta- bréfanna af fasteigninni talist til arðstekna hans af hlutafé eða endurgjaldslaus afnot af fasteign. I 3. mgr. er kveðið á um að fara skuli með slíkt tilfelli sem tekjur vegna endurgjaldslausra afnota af fasteign, sem þýðir að nota má 40,88% skatthlutfall (29,31% tekjuskattur og 11,57% útsvar) án persónuafsláttar á þessar tekjur við skattlagningu á Islandi á álagningarárinu 1997, sbr. 3. tl. 71. gr. tskl. og 23. gr. tekjustofnalaga, í stað 15%23 skatthlutfalls samkvæmt 10. grein Norðurlandasamningsins. Heimild til þess að skattleggja tekjur erlendis heimilisfastra aðila af fasteign á íslandi er að finna í 5. tl. 3. gr. tskl. Samkvæmt 3. tl. 71. gr. tskl. og 23. gr. útsvl. er skatthlutfallið við álagningu 1997 vegna tekna ársins 1996 samtals 40,88% án persónuafsláttar þegar um menn er að ræða, en breytist í 10% fjármagnstekjuskatt við álagningu 1998 vegna tekna ársins 1997, sbr. 11. gr. 1. 137/1996. Skattur erlendra lögaðila á íslandi af tekjum af fasteign var og er 33%. 3.3.4.3 7. grein. Hagnaður af atvinnurekstri Þessi grein er óbreytt frá gamla samningnum og í samræmi við samnings- fyrirmynd OECD. I 1. mgr. er kveðið á um þá meginreglu að hagnað af atvinnurekstri skuli einungis skattleggja í heimilisfestarrrkinu, nema fyrirtækið hafi með höndum atvinnurekstur í upprunaríkinu út frá fastri atvinnustöð þar. I síðastnefnda tilfellinu má upprunaríkið skattleggja þann hluta hagnaðar fyrir- tækisins sem tengja má hinni föstu atvinnustöð. I 2.-6. mgr. er fjallað um uppgjör skattskylds hagnaðar af fastri atvinnustöð. I 7. mgr. er því slegið föstu að feli hagnaður af atvinnurekstri í sér tekjur sem sérstök ákvæði eru um í öðrum greinum samningsins skuli þær tekjur með- höndlaðar eftir þessum sérstöku ákvæðum þeirra greina, sbr. þó það sem síðar segir um 2. mgr. 10., 11., 12. og 22. gr. samningsins.24 Hugtakið „föst atvinnustöð“ er skilgreind í 5. grein samningsins, sbr. umfjöllun í kafla 3333 hér að framan. Heimild til skattlagningar fastrar atvinnustöðvar erlendis heimilisfastra aðila hérlendis er að finna í 4. tl. 3. gr. tskl. Skatthlutfallið er 40,88% án persónu- afsláttar hjá mönnum í atvinnurekstri en 33% hjá lögaðilum. Athugandi er að arðstekjur sbr. 2. mgr. 10. gr. samningsins, vaxtatekjur sbr. 2. mgr. 11. gr., 23 Skatthlutfallið takmarkast nú skv. íslenskum lögum við 10% vegna arðgreiðslna til manna, sbr. nánar kafla 3.3.4.6 hér á eftir. 24 Sjá nánar Det nordiska skatteavtalet med kommentarer andra upplag 1990, bls. 103-104. 304
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.