Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 85
skuldabréfum eða skuldaviðurkenningum. Dráttarvextir vegna vanskila teljast
ekki vextir samkvæmt 11. grein.
3.3.4.8 12. grein. Þóknun
Samkvæmt 3. mgr. 12. greinar merkir hugtakið „þóknun“ hvers konar greiðslu
sem tekið er við sem endurgjaldi fyrir afnot eða rétt til að hagnýta hvers konar
höfundarétt á sviði bókmennta, lista eða vísinda (þar með taldar kvikmyndir og
mynd- og hljóðsegulbönd fyrir hljóðvarps- og sjónvarpssendingar), einkaleyfi,
vörumerki, mynstur eða líkön, teikningu, leynilega formúlu eða framleiðslu-
aðferð, eða fyrir upplýsingar um reynslu á sviði iðnaðar, viðskipta eða vísinda.
Þóknanir skulu einungis skattlagðar í því ríki sem móttakandi þeirra er
heimilisfastur (1. mgr.), ef ákvæði 2. mgr. um skattlagningu þóknana sem tekna
í tengslum við fasta atvinnustöð eða fasta stöð í upprunaríkinu á ekki við.
Akvæði 12. greinar eru í samræmi við samsvarandi ákvæði í OECD-fyrir-
myndinni og gamla samninginn frá 1989. Heimildina til skattlagningar þóknana
til erlendis búsettra aðila er að finna í 6. tl. 3. gr. tskl., sbr. 3. tl. 71. gr. s.l.
3.3.4.9 13. grein. Söluhagnaður af eignum
I 13. grein er fjallað um söluhagnað af eignum. Almennu regluna um
skattlagningu söluhagnaðar er að finna í 6. mgr. þar sem segir að heimilis-
festarríki gjaldanda skuli eitt eiga réttinn til skattlagningar söluhagnaðar. í 1.-5.
mgr. og í 7. mgr. er að finna undantekningar frá þessari aðalreglu, þar sem
upprunalandinu er fenginn skattlagningarréttur.29 A sama hátt og samnings-
fyrirmynd OECD byggir 13. greinin á þeirri meginreglu að söluhagnað hlutar
eigi að skattleggja í því ríki sem hefur rétt til að leggja tekjuskatt á tekjumar af
hlutnum og hafði rétt til að leggja eignarskatt á hlutinn áður en hann var seldur.
Samkvæmt 1. mgr. má skattleggja hagnað við afhendingu á fasteign í því ríki
sem fasteignin er staðsett. Sama gildir skv. 2. mgr. um hagnað við afhendingu
á hlutabréfi eða hlutareign í félagi sem hefur það sem aðaltilgang að eiga
fasteign. Ákvæðinu hefur verið breytt frá gamla samningnum og gildir
samkvæmt nýja samningnum eingöngu þegar verðmæti eignar félagsins (áður
en skuldir eru dregnar frá) eru a.m.k. að 75 hundraðshlutum beint eða óbeint
fólgin í fasteign sem staðsett er í ríkinu þar sem félagið er heimilisfast. 2. mgr.
er einnig breytt að því leyti að það er ekki sett sem skilyrði að hlutabréfið eða
hlutareignin gefi eiganda þess rétt til þess að nota þá eign sem félagið á.
Hagnað við afhendingu lausafjár sem er hluti rekstrareigna fastrar atvinnu-
stöðvar eða fastrar stöðvar má skv. 3. mgr. skattleggja í því ríki sem fasta
atvinnustöðin eða fasta stöðin er staðsett. Sama gildir um hagnað af afhendingu
á slíkri fastri atvinnustöð (einni sér eða ásamt fyrirtækinu í heild) eða slíkri
fastri stöð.
Samkvæmt 4. mgr. skattleggst söluhagnaður aðila heimilisfasts í samnings-
29 Sjá nánar Det nordiske skatteavtalet med kommentarer andra upplag 1990, bls. 153.
309