Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 86

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Page 86
rfki af afhendingu skips eða loftfars sem notað er í alþjóðlegum flutningum eða lausafjár sem tengt er notkun slíks skips eða loftfars eingöngu í því ríki. Hagnað við afhendingu gáma skal einungis skattleggja í því rrki sem eigandi gámanna er heimilisfastur, nema gámarnir séu eingöngu notaðir milli staða í öðru samningsríki. Eins og áður sagði er hagnaður við sölu annarra eigna en þeirra sem sér- staklega eru nefndar í öðrum málsgreinum eingöngu skattskyldur í því ríki sem seljandinn er heimilisfastur. Sérákvæðið í 7. mgr. um skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum er breytt frá gamla samningnum sem mælti fyrir um að skattlagningarrétturinn tilheyrði því ríki þar sem félagið sem hlutabréfið varðaði var búsett. Nýja reglan hefur því að geyma almenna reglu vegna söluhagnaðar hlutabréfa þegar eigandi þeirra flytur á milli Norðurlandanna. Samkvæmt henni áskilur hvert ríki sér rétt til að skattleggja söluhagnað sem maður heimilisfastur í öðru ríki hlýtur við sölu hlutabréfa eða annarrar hlutareignar eða réttinda í félagi heimilisföstu í fyrmefnda ríkinu. Samkvæmt því hefur ísland rétt á því að skattleggja hagnað við sölu hlutabréfa og annarrar hlutareignar í íslenskum félögum í 5 ár eftir að seljandi bréfanna hætti að eiga heimilisfesti á íslandi og flutti til annars norræns lands. Ákvæðið nær einnig til sölu hluta í félagi í öðru samningsríki ef maður hefur framselt hlutabréf sín til þess félags áður en hann flutti úr landi og verðmæti hinna seldu bréfa felst einkum í hinum framseldu bréfum í félaginu sem búsett er á íslandi. Síðastnefnda ákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir skattasniðgöngu. Danmörk áskilur sér eins og í gamla samningnum rétt til þess að skattleggja söluhagnað af hlutabréfum sem maður er flytur frá Danmörku er samkvæmt dönskum lögum talinn fá við flutning frá landinu, sbr. bókun IV með nýja samningnum. Samkvæmt 4. tl. 71. gr. tskl. skal tekjuskattur manna sem hafa takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 3. gr. s.l. af söluhagnaði vera 10%. Útsvar leggst ekki á þennan söluhagnað frekar en aðrar fjármagnstekjur. 3.3.4.10 14. grein. Sjálfstæð starfsemi í 14. gr. er fjallað um skattlagningu tekna manns af starfi á eigin vegum eða annarri sjálfstæðri starfsemi. I 1. mgr. er mælt fyrir um að tekjur þessar skuli einungis skattlagðar í því ríki sem maðurinn sem aflar þeirra er heimilisfastur, nema hann hafi að jafnaði yfir að ráða fastri stöð í öðru samningsríki til þess að inna af hendi þessi störf. Þetta er í samræmi við samsvarandi ákvæði í samningsfyrirmynd OECD. Þegar hann hefur slíka fasta stöð í hinu rtkinu má það ríki skattleggja þann hluta teknanna sem frá þeirri stöð stafar. Hugtakið „föst stöð“ er ekki skilgreint í samningnum en talið er að hafa megi nokkra hliðsjón af skilgreiningu samningsins á „fastri atvinnustöð“ sbr. 5. grein hans. Vegna eðlis starfseminnar (læknar, lögmenn, arkitektar o.s.frv.) mun með fastri stöð oftast vera um að ræða ýmiss konar skrifstofuhúsnæði eða móttökustofu sem viðskiptavinir geta snúið sér til. Skrifstofuhúsnæði er þó ekki talið 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.