Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 87

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Side 87
ófrávíkjanlegt skilyrði þess að talið verði um fasta stöð að ræða. Orðalagi ákvæðisins hefur verið breytt þannig að það nær eingöngu til manna (en ekki lögaðila) sem er reyndar í samræmi við það sem talið var gilda samkvæmt gamla samningnum. í b lið 1. mgr. er skattlagningarréttur vinnuríkisins rýmkaður miðað við OECD-fyrirmyndina þar sem mælt er fyrir um að vinnuríkið geti einnig skattlagt tekjur af starfi á eigin vegum ef sá sem innir það af hendi dvelur þar í eitt eða fleiri tímabil samtals lengur en 183 daga á tólf mánaða tímabili. Ef farið er fram úr nefndum fresti er viðkomandi einnig skattskyldur í vinnuríkinu fyrstu 183 dagana. Að þessu leyti samsvarar reglan ákvæðum a liðs 2. mgr. 15. gr. um launþega. íslensku heimildina til skattlagningar erlendra sérfræðinga er að finna í 3. og 4. tl. 3. greinar tskl. 3.3.4.11 15. grein. Launað starf í 15. gr. er fjallað um launatekjur. Meginregla greinarinnar er í samræmi við samningsfyrirmynd OECD en samkvæmt henni hefur það ríki sem launþeginn er heimilisfastur í einkarétt á að skattleggja launatekjur hans, nema starfíð sé innt af hendi í öðru samningsriki. Ríkið þar sem vinnan er innt af hendi (vinnuríkið/upprunaríkið) hefur þá rétt til þess að skattleggja launatekjumar. Þetta gildir þó ekki við eftirfarandi aðstæður (183-daga reglan): Ef maður sem er heimilisfastur í öðru ríkinu vinnur í hinu ríkinu, getur það ríki (vinnuríkið/upprunaríkið) skattlagt þær launatekjur nema: 1) launþeginn dvelji í vinnuríkinu ekki lengur en 183 daga á tólf mánaða tímabili, 2) launin séu ekki greidd af vinnuveitanda eða fyrir hönd vinnuveitanda í vinnuríkinu, 3) launin séu ekki gjaldfærð hjá fastri atvinnustöð eða stöð sem vinnuveitandinn í heimilisfestarríkinu hefur í vinnuríkinu og 4) ekki sé um útleigu á vinnuafli að ræða. Öll fjögur skilyrðin þurfa að vera uppfyllt. Ef vinnuveitandi heimilis- fastur á íslandi sem hefur ekki fasta (atvinnu)stöð í Danmörku sendir launþega sinn til vinnu í Danmörku í 183 daga eða skemur á tólf mánaða tímabili eru launin sem hann greiðir fyrir vinnu launþegans skattlögð á Islandi, enda sé ekki um að ræða útleigu á vinnuafli. Við útreikning á „degi“ í 183-daga reglunni merkir „dagur“ einnig hluta úr degi, sbr. 4. mgr. bókunar VI með nýja samn- ingnum. Hugtakið „útleiga vinnuafls" er skilgreint nánar í bókun V. Þau atriði sem sérstaklega er tekið tillit til við mat á því hvort launþegi sé leigður út eru þar ekki tæmandi talin. í 3. mgr. 15. greinar er að finna sérstaka reglu um skattlagningu sjómanna. Þar er ákveðið að tekjur fyrir störf unnin um borð í norrænum skipum í flutningum á alþjóðaleiðum megi skattleggja í því ríki þar sem skipið er skráð.30 Ríkið, sem sjómaðurinn er heimilisfastur í, má einnig skattleggja 30 Þjóðemisríki eða flaggriki skipsins eða „beskattas i den avtalsslutande stat vars nationalitet skeppet har“, sbr. sænski samningstextinn, sbr. Regeringens proposition 1996/97:44, bls. 18. 311
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.