Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 12
Ástæður fyrir því að dómsúrlausnir þarf að rökstyðja eru af sama toga. Með því er unnt að sjá hvemig dómari hefur komist að niðurstöðu í tilteknu máli og hvemig hann hefur ákveðið hver rétturinn er í því tilviki sem um ræðir hveiju sinni. Dómar em skriflegir, sbr. 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála, og færðir í dóma- bækur, sbr. 1. mgr. 12. gr. sömu laga og 17. gr. laga um meðferð opinberra mála. Aðgang að þeim má fá í samræmi við lög og aðrar reglur. Dómar Hæstaréttar em gefnir út samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Þeir em nú einnig birtir á heimasíðu Hæstaréttar, http://www.haestirettur.is, ásamt héraðs- dómum sem þar hafa verið til endurskoðunar. Almenningur getur þannig „fylgst með því“ hver rök hafi leitt til tiltekinnar dómsniðurstöðu.8 Fyrir rökstuðningi dóma eru að sjálfsögðu fleiri ástæður. Rökstuðningur þjónar m.a. þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vald dómara verði misnotað. Dómari má ekki fara eftir fyrirmælum annarra, t.d. stjórnvalda, við úrlausnir mála. Hann má heldur ekki láta eigin geðþótta, afstöðu til málsaðila eða nokkuð annað en lögin hafa áhrif á niðurstöðu í dómsmáli. Með rökstuðningi verður sýnt fram á að dæmt hafi verið eftir lögum og án þess að annað hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Úrlausnin endurspeglar því sjálfstæði og óhlutdrægni dómara. Hún á líka að endurspegla að allir séu jafnir fyrir lögum eins og jafnræðisreglan í 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um, sbr. 1. mgr. 3. gr. stjómskip- unarlaga nr. 97/1995. Lögin eru almenn og gilda því á sama hátt um alla sem eins er ástatt fyrir. Af jafnræðisreglunni og öðrum grandvallarreglum réttamkisins leiðir að dóm- stólar verða að gæta samræmis í úrlausnum.9 Ekki er unnt að sjá hvort það hafi verið gert nema rökin fyrir niðurstöðunni, sem um ræðir hverju sinni, komi fram. Með rökfærslu í dómi er sýnt fram á hvað hefur skipt máli og eftir hverju hefur verið farið þegar dæmt var í málinu. Af því sést hvort tilvik eru sambærileg en ef þau eru það eiga þau að leiða til sömu niðurstöðu að lögum. Af þessum ástæðum þarf að koma fram hvað leiddi til niðurstöðunnar og hvemig hún var fengin. Allt þetta stuðlar að réttaröryggi þegar leyst er úr málum fyrir dómstólum.10 8 „Att domstolarna motiverar sina domar möjliggör att man kan kontrollera hur de resonerat, nágot som stárker förtroendet för rattskipningen". Per Olof Ekelöf: Rattegáng V, bls. 204-205. Þór Vilhjálmsson segir í grein sinni „Rökfærsla í dómum og stjórnvaldsákvörðunum" á bls. 382 í Skími, haust 1988, að það sé í almanna þágu að dómstólar rökstyðji niðurstöður sínar í mikil- vægum málum, því að það auki aðhald og auðveldi eftirlit almennings með dómstörfum og sé að auki til upplýsinga um hvað séu lög í landinu. 9 Sjá t.d. Stig Jorgensen: „Norm og virkelighed" f TfR 1970, bls. 497-498, „Retsafgprelsen má ikke være inkonsekvent, idet den herved ville komme til at stride mod fundamentale retlige og moralske principper, fprst og fremmest det formelle retfærdighedsprincip om, at lige tilfælde skal behandles lige, hvilket vel aílerede ligger i selve normens eller begrebets væsen“. Sama sjónarmið kemur einnig fram á bls. 479 í bók Harold J. Berman og William R. Greiner: The Nature and Function of Law. 10 Á bls. 457 í bókinni Rettergang i sivile saker segir Jo Hov rökstuðning í dómum hafa nokkur markmið. Þar nefnir hann fyrst að með því þurfi dómari að ígrunda vel niðurstöðuna. Þetta kemur víða fram í fræðiritum, t.d. hjá Bernhard Gomard í Civilprocessen, bls. 487 og Per Olof Ekelöf í Ráttegáng V, bls. 205. Þór Vilhjálmsson segir á bls. 382 í greininni „Rökfærsla í dómum og 178
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.