Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 14
sumum tilvikum haft þýðingu þegar metið er úr hverju hefur verið leyst með dóminum og hver hin bindandi réttaráhrif hans eru.19 Þar sem tilgangur með dóminum er að fá úrlausn um sakarefnið og að ágreiningurinn verði leiddur til lykta þarf að haga rökstuðningi þannig að leyst sé úr deilunni. Til þess að unnt verði að endurskoða dóm eða aðra úrlausn dómara á æðra dómstigi þurfa rökin fyrir hinni áfrýjuðu úrlausn að liggja fyrir.20 Ef þau koma ekki fram verður ekki um eiginlega endurskoðun á dómsúrlausninni að ræða. í því tilfelli getur þurft að ómerkja hina áfrýjuðu úrlausn. Samkvæmt framangreindu hljóta röksemdir dómara að taka mið af því að fram komi hvernig dómarinn hefur fylgt stjómarskrárbundnum fyrirmælum um að fara eftir lögum við úrlausn málsins. Af röksemdunum á því að vera unnt að greina að lög hafi leitt til niðurstöðunnar, hvernig og hvers vegna.21 2.2 Reglur um form og efni dóma Þegar lagareglurnar sem mæla fyrir um rökstuðning dómsúrlausna eru túlk- aðar þarf jafnframt að huga að öðrum reglum um form og efni dóma. Enn fremur geta aðrar lagareglur skipt máli þannig að rökfærslu þurfi að haga með tilliti til þeirra. Þessi lagaákvæði hafa mismikla þýðingu fyrir það sem hér um ræðir; sum þeirra hafa verulega þýðingu, önnur litla eða enga. Um form dóma eru fyrirmæli í 3. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála en þar segir að dómar skuli vera stuttir og glöggir. Aðalástæðan fyrir því að dómar eiga að vera stuttir er sú að með því fæst betra yfirlit yfir málið, bæði sakarefnið og úrlausnina, og þeir eiga að vera glöggir í þeim tilgangi að séð verði hvemig niðurstaðan var fengin. Bæði skilyrðin, þ.e. að „dómar skulu vera stuttir og glöggir“, hafa því sama markmið sem er að fram komi með skýmm og skilmerkilegum hætti hvað leiddi til niðurstöðunnar. I 1. mgr. sömu lagagreinar er gert ráð fyrir að dómur skiptist í aðalatriðum í forsendur og dómsorð. Þar segir að í forsendum skuli m.a. greina stutt yfirlit um atvik að baki máli og ágreiningsefni í því, helstu málsástæður aðila og réttar- heimildir sem þeir byggi á og rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og laga- atriði, sbr. d, e og f liði lagaákvæðisins. í dómi má ekki skírskota til sannana eða atvika sem kunna síðar að koma fram, sbr. 4. mgr. sömu lagagreinar. í 1. mgr. 135. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 5. gr. laga nr. 37/1994, segir 19 Jo Hov: sama heimild. 20 Jo Hov: Rettergang i sivile saker, bls. 457; Lene Pagter Kristensen: Juridisk grundbog 3. Dommen-Sproget, bls. 125 og Per Olof Ekelöf: Rattegáng V, bls. 205. 21 I grein Jónatans Þórmundssonar: „Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti“ í Ulfljóti, 4. tbl. 1969, segir á bls. 365 að það sé sérkenni enskra dómsúrlausna að þeim fylgi að formi til engar forsendur. Sögulega skýringin sé sennilega sú að enskir dómstólar hafi engrar rétt- lætingar þurft við gagnvart valdamiklum þjóðhöfðingja eða löggjafarsamkomu. .Jafnframt festist sá skilningur, að dómstólar væru yfir slíkan rökstuðning hafnir. Það væri því til þess fallið að varpa rýrð á álit þeirra og virðingu að gera slíka kröfu til þeirra". Sjá einnig Per Olof Ekelöf: Ráttegáng V, bls. 204, en þar kemur fram að áður hafi víða verið bannað að rökstyðja dóma. Borgararnir hafi átt að hlýða boðum og fyrirmælum yfirvalda og dómstóla án þess að draga í efa réttmæti þeirra. 180

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.