Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 18
á því samkvæmt framangreindu lagaákvæði og getur þannig komið í veg fyrir réttarspjöll aðila. En með því að rökstyðja niðurstöðuna með vísan til atviks, sem krafa málsaðila er ekki byggð á, kemur dómurinn hins vegar „aftan að“ gagnaðila þar sem hann á að geta treyst því að niðurstaða í málinu verði ekki byggð á öðru en því sem málsaðili ber fyrir sig. Gagnaðilinn þarf hvorki að andmæla öðrum málsástæðum en þeim sem kröfur í málinu eru byggðar á né að afla gagna um önnur atriði en þau sem byggt er á. Hann hefur því hvorki haft ástæðu eða tilefni til að andmæla öllu, sem fram kemur í skjölum málsins, né að afla gagna um það nema að því leyti sem kröfur eru byggðar á því.28 Nefna má í dæmaskyni úrlausn Hæstaréttar frá 4. nóvember 1999 í máli nr. 250/1999 þar sem á þetta reynir. I dóminum kemur fram að í málinu var gerð krafa um bætur, sem byggð var á því að stefndi hefði knúið áfrýjanda til að láta af störfum á þeim forsendum að honum hafi orðið á alvarleg mistök í starfi með rangri upp- lýsingagjöf, en stefndi hafi í engu sýnt fram á að þessar ásakanir væm réttar. Með þessu hafi stefndi vegið að æru áfrýjanda og starfsheiðri, en jafnframt gert honum næstum ófært að fá sambærilegt starf, þar sem sérþekking hans nyti sín, enda hafi ásakanir stefnda í hans garð orðið alkunna á íslenskum fjármálamarkaði. Hæstiréttur segir að í ráðningarsamningi málsaðila hafi verið ákvæði um gagnkvæma heimild þeirra til uppsagnar. Stefnda hafi verið frjálst að neyta þessarar heimildar til að segja áfrýjanda upp störfum vegna mistaka enda hafi heimildin að engu leyti verið háð því að hann hefði brotið af sér í starfi. Var ekki fallist á að stefndi hefði brotið rétt á áfrýjanda með því að gefa honum kost á að gera samning um starfslok vegna mistaka hans, en sæta ella uppsögn úr starfi. Síðan tilgreinir Hæstiréttur rök fyrir því að stefndi hafi hvorki með réttu getað kennt áfrýjanda einum um tiltekin mistök né rakið fjártjón sitt í heild til þess eins að mistökin voru gerð. I bréfi til ríkisendurskoðanda hafi stefndi staðhæft frekari ávirðingar í garð áfrýjanda en honum hafi verið stætt á en ljóst hafi verið af orðsendingu ríkisendurskoðanda að ávirðingarnar beindust að áfrýjanda. Stefndi hafi vegna óska um að athugasemdirnar í bréfinu til ríkisendur- skoðanda yrðu kynntar tilgreindum aðilum með engu móti getað vænst annars en þess að ásakanir hans í garð áfrýjanda yrðu almennt kunnar. Með því að vega á þenn- an óréttmæta hátt að starfsheiðri áfrýjanda taldi Hæstiréttur að stefndi hefði bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Atvikin, sem Hæstiréttur tiltekur í rökstuðningi fyrir bótaskyldunni, koma fram í gögnum málsins, þ.e. í nefndu bréfi stefnda til ríkisendurskoðanda og í orðsendingu þess síðarnefnda. Oljóst er hins vegar hvort bótakrafa áfrýjanda var reist á þeim en eins og fram kemur í dóminum var hún byggð á því að stefndi hefði knúið áfrýjanda til að láta af störfum án þess að hafa sýnt fram á að ásakanir, sem á hann voru bornar væru réttar. 28 „... verður það mat dómara hverju sinni, hvort taka skuli slíkar staðreyndir ... til greina. Verður varlega að fara, því að hinn aðilinn hefur ekki átt efni til umsagnar um staðreynd, sem gagnaðili hreyfir eigi“. Einar Arnórsson: Almenn meðferði einkamála í héraði, bls. 157. Sama sjónarmið kemur fram víða, t.d. hjá Gunnari Aasland í TfR, sbr. tilvitnun í neðanmálsgrein 27, bls. 173. 184

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.