Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 19
Einhlít eða örugg svör virðast ekki vera fyrir hendi um þetta álitaefni. Al- mennt verður þó að telja að dómari eigi ekki að rökstyðja niðurstöðu með vísan til atvika, sem koma fram í skjali en krafa er ekki byggð á, nema í algjörum undantekningartilvikum, t.d. þegar niðurstaðan yrði augljóslega röng með tilliti til þess sem fram hefur komið. í því tilviki ætti að gera málsaðilum aðvart um að dómurinn kynni að beita þessu réttarfarsúrræði og gefa þeim kost á að taka afstöðu til þess undir rekstri málsins. í H 1999 2105 er dæmi um úrlausn þar sem dæma þurfti um kröfu í samræmi við grandvöll hennar. I dóminum segir á bls. 2109 að krafa gagnáfrýjanda um bætur hafi ekki verið rökstudd á viðhlítandi hátt með tilliti til annars en þess að hún ætti rætur að rekja til ummæla sem hann hafði krafist ómerkingar á. Gat gagnáfrýjandi ekki beint kröfum að gagnstefndu á þeim grunni þar sem ummælin vora ekki eftir þeim höfð og vora gagnstefndu því sýknaðir af kröfum gagnáfrýjanda vegna aðildarskorts. I dóminum er tilgreint á hvaða grunni krafa gagnáfrýjanda á hendur gagnstefndu var reist og var eðlilega tekið á henni á þeim grundvelli í úrlausn réttarins. I sakamáli má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem lýst er í ákæru, eins og hér að framan hefur komið fram, enda er grundvöllur málsins lagður með því sem fram kemur í ákærunni. Samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um með- ferð opinberra mála má þó „dæma áfall á hendur ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn haft ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið ákæranda og ákærða eða verjanda færi á að tjá sig um sakaratriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Dómara er og rétt með sömu skilyrðum að dæma eftir öðrum refsi- ákvæðum en í ákæru segir, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir“. Dæmi er um að þessar undantekningar hafi valdið vandamálum. I grein Stefáns M. Stefánssonar: „Af vettvangi dómsmála. Hugleiðing vegna dóms sakadóms Vestmannaeyja ffá 4. júní 1986“ í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 134 -140, kemur þetta glöggt fram. Þar segir að aldrei megi dæma sökunaut fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæraskjali greini né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum, sbr. þágildandi 3. mgr. 118. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, en reglan er í 1. mgr. 117. gr núgildandi laga nr. 19/1991. Höfundur segir að fyrir þessari aðal- reglu megi færa veigamikil rök. Þau helstu séu að með ákæraskjalinu hafl málið verið fellt í ákveðinn farveg. Vöm sakbomings hljóti fyrst og fremst að beinast að þeim atriðum sem ákæran taki til. Jafnframt megi hann álíta að önnur atriði hafi ekki þýðingu. Reglan sé einnig byggð á aðskilnaði dómsvalds og ákæravalds og sé hún „m.a. talin nauðsynleg forsenda þess að dómstólar geti skoðast hlutlausir úrskurðaraðilar". Þá era sett ffam rök fyrir því að ákæravaldið fari með forræði á sakarefninu sem bindi dómara. í greininni segir að dómur sakadóms Vestmannaeyja hafi farið út fyrir ákæruskjalið sakbomingi í óhag en hann hafi m.a. verið „dæmdur fyrir háttsemi sem ekki er getið í ákæruskjali ...“. Því er enn fremur lýst hvernig röksemdir dómsins fái ekki staðist samkvæmt framangreindum grandvallarreglum. Þessar útlistanir höfundar sýna vel hvemig reglan bindur dómara í rökfærslunni. Ástæðulaust er að rekja efni greinar- 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.