Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 26
Á námskeiði Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, sem haldið var dagana 3. og 4. maí 1996 í samstarfi við Dómarafélag íslands, um Sönnunarmat í kynferðis- brotamálum, var m.a. fjallað um einkenni kynferðisbrota og samskipti innan fjöl- skyldu þar sem tengsl foreldra og barna eru óeðlileg. Einnig voru útskýrðar aðferðir við mat á hæfni barna til að tjá reynslu sína miðað við þroska, tímann sem liðið hefur frá meintu broti og annað sem talið er að geti skipt máli í því sambandi. Markmið námskeiðsins var m.a. að dómarar fræddust um afleiðingar kynferðisbrota og að þeir öðluðust þekkingu til að meta framburði þolenda slíkra brota. Fjallað var einnig um hverjar hættur væru á því að börn og önnur vitni segðu ósatt eða gæfu rangar vís- bendingar, að upplýsingar sem böm veittu væru mistúlkaðar, að þau hefðu verið af- vegaleidd eða að þau sjálf mistúlkuðu atvik. í opinberum málum er mikilvægt að í röksemdum dómara komi skýrt fram hvað hann telur sannað og hvemig sú niðurstaða var fengin en fyrirmæli um það eru í 1. mgr. 135. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 5. gr. laga nr. 37/1994. Það er vegna þess að Hæstiréttur getur ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hafi gefið skýrslu þar fyrir dómi, sbr. 4. mgr. 159. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 4. mgr. 19. gr. laga nr. 37/1994. Önnur sönnunar- gögn getur Hæstiréttur hins vegar metið. Þess vegna þarf að koma skýrlega fram „hver sönnunargögn hafi ráðið niðurstöðu í héraðsdómi“ eins og fram kemur í athugasemdum um 5. gr. frumvarps um breyting á lögum um meðferð opinberra mála en frumvarpið varð að lögum nr. 37/1994.45 Ef ákærði neitar sök og dómari telur sýnt að niðurstaða kunni að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi getur dómstjóri ákveðið að þrír héraðsdómarar skipi dóm í málinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 36. gr. laga nr. 15/1998 og 1. gr. laga nr. 37/1994. Það er gert í þeim tilgangi að „styrkja niðurstöðu héraðsdóms um mat á munnlegum framburði“ þegar mál er umfangsmikið eða vandasamt.46 Þetta er mikilvægt þar sem Hæstiréttur kemur að jafnaði ekki til með að endurskoða matið samkvæmt reglunni í 4. mgr. 159. gr. laga um meðferð opinberra mála eins og áður er komið fram. Hafi sönnunargildi munnlegs framburðar ekki verið metið sérstaklega er hætta á að dómurinn verði ómerktur í Hæstarétti. Dæmi um það er í dómi Hæstaréttar frá 4. nóvember 1999 í máli nr. 252/1999, en þar segir að ekki verði séð að héraðsdómari hafi lagt sérstakt mat á trúverðugleika framburðar kæranda og mat hans á framburði ákærða sé óskýrt. Héraðsdómurinn var af þessum og öðrum ástæðum ómerktur í Hæstarétti og málsmeðferð í héraði frá upp- hafi aðalmeðferðar. 45 AlþingisU'ðindi 1993, A þskj. 219, bls. 1225. 46 Sama heimild bls. 1224. 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.