Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 27
Telji Hæstiréttur líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdómara um sönnunar-
gildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng svo einhverju skipti
um úrslit málsins og vitni eða ákærði, sem eiga í hlut, hafa ekki gefið munnlega
skýrslu fyrir Hæstarétti, þá getur rétturinn fellt héraðsdóminn úr gildi og með-
ferð máls í héraði í þeim mæli að munnleg sönnunarfærsla geti farið þar fram
eftir þörfum og leyst verði úr málinu á ný, sbr. 5. mgr. 159. gr. laga um meðferð
opinberra mála, sbr. 5. mgr. 19. gr. laga nr. 37/1994.
í þessu sambandi má vísa til H 1997 1877. í röksemdum Hæstaréttar á bls. 1878-
1879 segir að í niðurstöðuþætti hins áfrýjaða dóms sé frásögn stúlkunnar af sam-
skiptum hennar við ákærða virt þannig, að hún hafi verið staðföst í framburði sínum,
framburður vitna styðji frásögn hennar um ofbeldi og ummerki á lrkama hennar veiti
staðhæfingu hennar nokkurn stuðning. Sakarmat dómenda í héraði virtist vera á þann
veg, að frásögnina skorti þann stuðning í öðram gögnum málsins, sem við hafi þurft,
til að fram væri komin nægileg sönnun um sekt ákærða, er ekki verði vefengd með
skynsamlegum rökum, sbr. 46. gr. laga nr. 19/1991. Á hinn bóginn komi ekki skýr-
lega fram í héraðsdómi, hvort framburðurinn hafi verið metinn trúverðugur. Þá skorti
einnig á að fram komi hvort framburður ákærða, sem ekki njóti sérstaks stuðnings í
öðrum málsgögnum, hafi verið metinn trúverðugur. Sé þetta slíkur annmarki á dóm-
inum að ekki verði við unað. Með hliðsjón af þessu og 5. mgr. 159. gr. sömu laga
þótti nauðsynlegt að sönnunarfærsla færi fram að nýju fyrir héraðsdómi. Var dóm-
urinn og málsmeðferðin felld úr gildi og málinu vísað heim í hérað til nýrrar með-
ferðar og dómsálagningar að nýju.
Mat á sönnunargildi munnlegs framburðar er oft erfitt. Ýmsar viðmiðanir má
þó hafa til leiðbeininga um það hvað gæti haft áhrif í því sambandi, t.d. hvort
vitni hefur haft ástæðu til að segja ósatt. Mikilvægt er að greina hvort framburð-
urinn er í samræmi við annað sem fyrir liggur í málinu. Ef hann fær ekki stoð
að neinu leyti í því sem fram hefur komið eða er jafnvel í mótsögn við það getur
það haft þau áhrif að framburðurinn verður ekki talinn trúverðugur. Einnig
skiptir máli fyrir matið hvort það sem fram kemur í framburðinum sjálfum er
mótsagnakennt eða hvort vitnið er sjálfu sér samkvæmt í frásögn sinni. Á þessu
geta þó verið ýmsar undantekningar.47
Röksemdir dómara um sönnun þurfa að vera sannfærandi. Sem dæmi má
nefna að það er ekki sannfærandi ef dómari metur sönnunarstöðu þannig að
framburður teljist ekki trúverðugur þrátt fyrir að ýmis atriði renni stoðum undir
að hann sé réttur. Þannig þarf að meta í heild það sem skiptir máli - ekki aðeins
þau atriði sem dómari telur að dragi úr trúverðugleikanum, sem verða að sjálf-
sögðu að vera réttilega metin, - heldur einnig þau atriði sem benda til að fram-
burður sé réttur, styrkja hann eða gefa tilefni til að ætla að honum megi treysta.
47 Hans Gammeltoft-Hansen rekur þessi og önnur atriði, sem hafa áhrif á mat á trúverðugleika
framburða, í Strafferetspleje I, bls. 108-112. Sjá einnig W.E. von Eyben: Bevis, bls. 155.
193