Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 28
Við sönnunarmat þarf að gæta ákveðinna grundvallarlögmála og aðferða um
rökrétta hugsun. Meta þarf hina ýmsu þætti, hverjir þeirra skipti máli fyrir
úrlausnina og á hvem hátt.48 Dómari verður jafnframt að gæta þess að meta
málið í heild.49 Varasamt getur verið að tefla fram í rökstuðningi þeim atriðum
sem benda til vafa og draga ályktanir af þeim.50 Það getur haft þær afleiðingar
að niðurstaða í málinu verði röng eða að rökin verði hvorki talin trúverðug né
sannfærandi. Með heildarsýn og mati á öllu, sem fram hefur komið, á að vera
unnt að meta hvort vafinn er raunverulegur eða aðeins hugsanlegur, persónu-
bundinn, tilfinningalegur eða jafnvel hugarburður. En þegar hvað styður annað
vegur það þyngra í matinu en ella, á hvorn veginn sem er. Þess vegna er heild-
armat nauðsynlegt.
Þótt við búum í upplýsingasamfélagi og þekkingarþjóðfélagi er ekki þar með
sagt að auðveldara sé að komast að því hver rök verði talin skynsamleg. í flókn-
um og ruglingslegum málum, þar sem upplýsingar eru af skornum skammti eða
erfitt er að átt sig á hverjar þær eru og á hvern hátt þær hafi þýðingu í málinu,
getur verið vandasamt að ákveða hvað ekki verði vefengt með skynsamlegum
rökum. Málflytjendur nota eðlilega mælskulistina fyrir dómi til að reyna að
sannfæra dómara um að sönnun hafi kornið fram eða að hún hafi ekki komið
fram. Þá getur verið vandasamt fyrir dómara að meta hverjar ályktanir verði
réttilega dregnar af því sem fram hefur komið. Margvíslegar ástæður geta auk
þess verið fyrir því að dómara reynist örðugt að taka rökrétta afstöðu til þess
hvort fram hafi komið lögfull sönnun um tiltekin atvik. í starfi dómarans felst
þó að greina á milli haldbærrar rökfærslu og þeirrar sem er það ekki. Þá reynir
ekki aðeins á rökfestu heldur einnig á dómgreind, innsæi og heilbrigða skyn-
semi. Mikilvægt er að dómarinn geri sér grein fyrir hættum í þessum efnum og
að hann láti það sem samræmist þekkingu á hverjum tíma ráða niðurstöðu í
sönnunarmati. Þetta krefst talsverðrar kunnáttu, þjálfunar og leikni af dómaran-
um. Þótt dómari verði sjálfur að vera sannfærður um þá niðurstöðu sem hann
kemst að verður hann jafnhliða að gæta þess að hún sé studd skynsamlegum
rökum.
2.2.C Niðurstaða um lagaatriði
Niðurstaða dómara um lagaatriði á að vera rökstudd, sbr. f liður 1. mgr. 114.
gr. laga um meðferð einkamála. Aldrei má dæma sakborning fyrir aðra háttsemi
48 Einar Arnórsson segir á bls. 101 í Meðferð opinberra rnála að þegar sakborningur þræti fyrir
verknaðinn og hvorki sé vitnum til að dreifa né öðrum sönnunargögnum geti ýmis atvik verið til
þess að hann hljóti að vera sekur. Mörg atvik „til samans og metin hvert í sambandi við annað“,
verði nægilega áreiðanlegur grundvöilur til að ályktað verði um það sem sanna á þannig að hann
verði dæmdur sekur.
49 „Heildarmat á sönnunargögnum á svo að ráða hvað telst sannað". Hrafn Bragason: „Er þörf á
að breyta meðferð opinberra mála fyrir Hæstarétti Islands?" Afmælisrit. Þór Vilhjálmsson sjötugur
9. júní 2000, bls. 290.
50 Þessi atriði þarf þó að meta enda hvílir sönnunarbyrðin á ákæruvaldinu um öll atriði sem telja
verður sakborningi í óhag, sbr. 45. gr. laga um meðferð opinberra mála.
194