Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Side 29
en þá sem refsing er lögð við í lögum, sbr. 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en röksemdir dómara fyrir niðurstöðu um það eiga að koma fram í dómi, sbr. 1. mgr. 135. gr. laga um meðferð opinberra mála. Hin lögfræðilega niðurstaða verður því óhjákvæmilega veigamikill þáttur í rökstuðningi dómara. Efnisreglumar, sem úrlausn málsins ræðst af, hafa áhrif á það hvemig og hverjum röksemdum er beitt við úrlausn málsins. Dómari þarf m.a. að taka afstöðu til þess hvort tiltekin réttarregla á við um sakarefnið. Stundum virðist reglan eiga við en sérstakar ástæður geta hins vegar leitt til þess að henni verður ekki beitt við úrlausn á tilvikinu sem um ræðir. í öðrum tilfellum geta fleiri jafnréttháar, ósamrýmanlegar réttarheimildir átt við um úrlausnarefnið. Dómar- inn þarf þá að leysa úr því með aðferðum lögfræðinnar hverri þeirra verður beitt við úrlausnina. Hvert sem viðfangsefnið er og hver sem niðurstaðan verður þarf dómarinn að færa lögfræðileg rök fyrir henni. I rökstuðningi dómara kemur því fram samkvæmt hvaða réttarheimildum leyst er úr sakarefninu svo og á hvaða lagagrunni niðurstaðan er annars reist. Fram hafa komið skilgreiningar á því hvernig komist verði að lögfræðilegri niðurstöðu í dómsmáli.51 Þar er m.a. um að ræða réttarheimspekileg efni en rök- leiðslur í dómum hafa verið talin viðfangsefni réttarheimspekinnar.52 Aðferð- um, sem beitt er við lögfræðilegar úrlausnir, er lýst í lögfræðiritum53 og í fræði- ritum um réttarheimildir og lögskýringar kemur fram hvernig réttarreglum er beitt.54 Þrátt fyrir þessi og önnur ítarleg skrif eru viðmiðanir dómstóla ekki alveg einhlítar í þessum efnum. Sigurður Líndal segir á bls. 111-1121 grein sinni „Stjórnskipulegt vald dómstólanna“ í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1993, að í fyrsta lagi séu lagaákvæði sjaldan svo af- dráttarlaus að þau geymi fullmótaða reglu, sem leysi sjálfkrafa úr álitaefni, og hafi m.a. þess vegna reynst óhjákvæmilegt að viðurkenna fleiri en eina réttarheimild sem dómari geti reist niðurstöðu sína á. I öðru lagi hafí dómari „nokkurt frelsi um að velja réttarheimildir og þá um leið röksemdir fyrir niðurstöðu sinni“. I þriðja lagi leiði af þessu að dómari verði að túlka réttarheimildirnar og beita þeim með gagnrýni. Engin almennt viðurkennd viðmið séu til um það hvemig eigi að beita réttarheimildum. Ekki hafi menn þó algerlega frjálsar hendur því að sumar réttarheimildir gangi fram- 51 Um þær er t.d. fjallað í grein Skúla Magnússonar: „Um hina einu lögfræðilega réttu niður- stöðu“ í Úifljóti, 1. tbl. 1999, bls. 87-108 og í ritum sem þar er vísað til. 52 Þetta kemur t.d. fram í grein Garðars Gíslasonar: „Nokkur viðfangsefni réttarheimspeki" í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1972. Á bls. 5-6 er vitnað til flokkunar H.L.A. Harts á viðfangsefn- um réttarheimspeki í grein hans „Problems of Legal Philosophy" í ritinu Encyclopedia of Philo- sophy. Til eins þessara flokka teljist spumingar um rökleiðslu í málflutningi og dómum. 53 Sjá t.d. greinar Magnus Aarbakke: ..Harmonisering av rettskilder" í TfR 1966, bls. 499-518 og Jon Bing: „Fra problem til resultat. Modell av den juridiske beslutningsprosess" í Jussens venner, 1. hefti 1975, bls. 1-32. 54 Sjá t.d. Lögskýringar eftir Davíð Þór Björgvinsson; Retskildeme eftir Ruth Nielsen; Rettskildelære eftir Torstein Eckhoff og Jan E. Helgesen, Juridisk Gmndbog I; Retskilderne eftir W.E. von Eyben og Almenn lögfræði eftir Ármann Snævarr. Sjá einnig önnur rit sem vitnað er til í þessum bókum. 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.