Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 31
þeim efnum.57 Rökstuðningur í dómi getur t.d. ráðist af venjum um það hvernig réttarreglum er beitt við úrlausnir lögfræðilegra ágreiningsefna. Þótt dómstólar hafi mótað venjur um það hvemig haga beri rökstuðningi í dómi eru fyrirmæli að nokkm leyti í réttarfarslögum um tiltekin atriði, svo sem um það hverju þurfi að gera grein fyrir í forsendum dóma. Að öðm leyti verður að miða við venjur, t.d. um hversu ítarlegur rökstuðningurinn þarf að vera, hvað þurfi að rökstyðja og hvemig niðurstaðan verði leidd af forsendunum. I rök- stuðningi þarf að vísa til réttarheimilda en ekki er venja að vísa til fræðirita. Dómari tekur mið af því sem tíðkast í þessum efnum þegar hann rökstyður niðurstöðu hverju sinni. Mál geta verið fjölbreytileg og í þeim getur reynt á ólík atriði. Á sambærileg atriði reynir hins vegar í eðlislrkum málum. Um rökstuðning og hvemig honum er háttað í sams konar málum hafa oft skapast ákveðnar venjur, t.d. í skaðabóta- málum og ölvunarakstursmálum. Venjur blandast oft saman við önnur atriði sem einnig hafa áhrif á það hvern- ig rökstuðningi er hagað. Þannig er t.d. venja að útfæra betur en ella rökstuðn- ing í málum sem hafa almenna þýðingu og þegar dómur kemur til með að hafa fordæmisgildi enda er það nauðsynlegt. I öðrum tilvikum getur verið um ákveðið verklag að ræða. Sem dæmi má nefna að í dómi Hæstaréttar frá 2. mars 2000 er bent á að í héraðsdómi hafi málsástæður og lagarök aðila verið rakin bæði í aðalsök og gagnsök en réttara hafi verið að gera það í einu lagi.58 Þetta má einnig leiða af reglunni um að dóm- ar eigi að vera stuttir og glöggir, sbr. 3. mgr. 114. gr. laga um meðferð einka- mála. Með verklaginu sem Hæstiréttur bendir á hefði verið unnt að koma í veg fyrir endurtekningar, héraðsdómurinn hefði orðið styttri og gleggra yfirlit hefði fengist yfir dómsúrlausnina. Yntis önnur dæmi má nefna um verklag sem beitt er í rökstuðningi fyrir dómsniðurstöðu. Ekki þarf t.d. að taka afstöðu til annarra atriða en þeirra sem leiða til að niðurstaða fæst í málinu.59 Það er orðað þannig að „þegar af þeirri ástæðu“ leiði það til tiltekinnar niðurstöðu. Hins vegar getur af einhverjum ástæðum haft þýðingu að taka afstöðu til ákveðinna atriða og verður í því tilfelli að gera það. Nánar verður fjallað um efnið hvað þurfi að rökstyðja í lið 3.3.a hér á eftir. 57 „For domme af enhver art gælder det dog, at man ved udarbejdelsen má s0ge at ftnde frem til en fornuftig balance imellem pá den ene side sagens art, omfang og betydning og pS den anden side de krav, der fplger af de almindelige principper for domsaffattelse". Lene Pagter Kristensen: Juri- disk grundbog 3. Dommen-Sproget. bls. 128-129. 58 Hæstaréttardómur 2. mars 2000 í máli nr. 437/1999. 59 „Yfirleitt tekur dómstóll ekki afstöðu nema til eins atriðis, ef hann telur það nægja, til að rétt úrslit fáist í dómsmáli". Þór Vilhjálmsson: Réttarfar III, bls. 59-60. Sama regla gildir í Danmörku, sbr. Poul Sorensen í Juridisk grundbog 3. Dommen-Sproget, bls. 86: „Finder retten, at blot et af de anfprte anbringender l'prer til det pást&ede resultat, behpver den derfor ikke at tage stilling til, om det samme gælder med hensyn til det andet anbringende“. 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.