Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 35
það í samræmi við lög og almenn lögmál sem gilda um rökfærslur og rökrétta hugsun og samkvæmt hefðbundnum aðferðum sem beitt er við lögfræðilegar úrlausnir. Aðferðir, sem notaðar eru við lögfræðilegar úrlausnir, eru á ýmsan hátt hlið- stæðar aðferðum rökfræðinnar og að nokkru leyti reistar á sömu lögmálum og þar gilda. En þótt byggt sé á rökfræðilegum aðferðum þarf að setja úrlausnar- efnið í lögfræðilegt samhengi. í rökstuðningi fyrir dómsniðurstöðu reynir enn fremur á margvísleg atriði og mat á þeim. Því nægir ekki að styðjast eingöngu við aðferðir og lögmál rökfræðinnar þótt þess verði jafnan að gæta að brjóta ekki gegn þeim. I dómsúrlausn þarf að taka afstöðu til þess hverjar forsendur skipti máli, m.a. hver málsatvik hafi þýðingu að lögum fyrir úrlausnarefnið. Einnig þarf að taka afstöðu til þess hvað af umdeildum atvikum eða staðhæfingum hafi tekist að sanna og hvernig sú niðurstaða var fengin. Enn fremur þarf að ákveða hverjum réttarreglum verði beitt við úrlausn á sakarefninu og með hvaða rökum. Dómari þarf að gæta þess að rökstuðningur sé réttilega upp byggður þar sem aðalatriði eru greind frá aukaatriðum, samhengið í rökfærslunni er rökrétt og niðurstöður og ályktanir, sem dregnar eru af því sem fram hefur komið, eru rök- réttar. Þess þarf að gæta að velja röksemdirnar sem við eiga en þær eru valdar út frá verkefni dómsins sem er að leysa úr sakarefninu á grundvelli krafna og málsástæðna aðila og samkvæmt réttarreglum sem eiga við um úrlausnarefnið. Einnig þarf að velja viðeigandi rök þegar afstaða er tekin til sönnunaratriða. Þegar rökin eru valin fyrir niðurstöðunni eru þau vegin gegn þeim rökum sem leiða til gagnstæðrar niðurstöðu. Einnig þarf að gæta þess að rökin komi réttilega fram. Rökstuðningurinn á að vera skýr, skilmerkilegur og skiljanlegur. Röksemdimar eiga að endurspegla skýra hugsun, málefnaleg og viðeigandi rök og niðurstöðu sem hefur stoð í lög- um. Þegar dómari setur fram rökin fyrir niðurstöðunni eftir lögfræðilegum aðferðum verður hann að gæta þess að gera það á þann hátt að rökfærslan komist til skila. Rökstuðningur getur að nokkru ráðist af því hvort sakarefnið er mikilvægt frá almennu sjónarmiði. Sérstaklega þarf að gæta þess að haga rökstuðningi í rnáli sem gæti haft fordæmisgildi með tilliti tii þess. Til þess að unnt verði að ná því marki að tryggja samræmi í úrlausnum dómstóla þarf rökstuðningur að vera skýr og skiljanlegur. Val dómara á röksemdum vekur stundum spurningar um mat þeirra á því hver rök verði talin skynsamleg. Ýmis áhugaverð álitamál geta komið upp í því sambandi eins hér á eftir verður nánar greint frá. 3.1 Hvernig á að byggja upp rökstuðning? Rökstuðningur er byggður upp með því að forsendurnar, sem lagðar eru til grundvallar dómsniðurstöðunni, eru settar fram. í forsendum dóms eiga máls- atvikin, sem skipta máli fyrir úrlausnina, að koma fram í rökréttu samhengi svo 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.