Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 36
og málsástæður aðila. Forsendurnar eru settar í lögfræðilegt samhengi og dregnar eru rökréttar ályktanir og niðurstöður af þeim. Mikilvægt er að fram komi hver tengsl forsendna, ályktana og niðurstöðu eru. Niðurstaða dómsins fæst með röklegum og lögfræðilegum aðferðum og ræðst af forsendum og réttarreglunum sem beitt er við úrlausnina. Rökin eru ástæðurnar fyrir því að aðstæðurnar og atvikin, sem lýst hefur verið, verði heimfærð til tiltekinnar réttarreglu. Því verður að svara hvers vegna reglan er talin eiga við um tilvikið sem um ræðir, þ.e. með hvaða rökum hún er talin eiga við um það. í röksemdunum gerir dómarinn grein fyrir því hvernig og hvers vegna þær forsendur sem hann tiltekur leiða til niðurstöðunnar að lögum. Réttarregluna þarf e.t.v. að túlka til að finna efnislegt innihald hennar. Máls- atvikin þarf að meta til að finna hvort reglan á við urn þau. Þetta þarf oft að gera þannig að innihald reglunnar ræður því hver málsatvik skipti máli. Málsatvikin og hvernig þau eru metin getur hins vegar haft áhrif á það hvernig réttarreglan verður túlkuð. Hvort um sig getur þannig haft áhrif á hitt og því fer óhjá- kvæmilega fram víxlverkun við túlkun á réttarreglu og mat á málsatvikum. Þess vegna á ekki að semja dóminn eins og niðurstaðan korni á óvart heldur á að byggja rökstuðning þannig upp að þau atvik og aðrar forsendur, sem dómarinn lýsir í dóminum, leiði samkvæmt réttarreglunni til niðurstöðunnar.73 Þegar málsatvikin eru metin og sett fram er það gert í þeim tilgangi að sjá megi hvað skiptir máli og hvernig það skiptir rnáli fyrir úrlausnina. Atvikin þarf að setja í rökrétt samhengi og í rétta tímaröð. Greina þarf á milli aðalatriða og aukaatriða og dómarinn þarf að meta hvað skiptir mestu máli, hvað skipti meira máli en annað og hvað skiptir ekki máli fyrir úrlausnina. Forðast ber að taka þau atriði með sem ekki skipta máli. Ef allt er tekið þannig að enginn greinarmunur er gerður á því sem hefur þýðingu og því sem ekki hefur þýðingu er alls ekki ljóst hver rökin eru fyrir niðurstöðunni. Einnig ber að forðast endurtekningar. Stundum er þó óhjákvæmilegt að endurtaka þær forsendur sem skipta máli fyrir niðurstöðuna, t.d. til að samhengið verði ljóst eða tengsl forsendna og niður- stöðu. Þótt þessar aðferðir séu í raun eðlilegar og röklegar leiða þær ekki endilega til einhlítra viðmiðana. Það sem einn dómari telur að skipti mestu máli telur annar e.t.v. að skipti ekki máli. Enn erfíðara er að segja fyrir um það hvemig beri að draga rökréttar ályktanir af því sem fram hefur komið. Þegar atvik em nretin og hvaða þýðingu þau hafa geta því komið upp margvísleg vandasöm álitamál. Til þess að rökstuðningur geti talist vel upp byggður þarf hann að vera skýr, skilmerkilegur og markviss. Mál geta hins vegar verið misjöfn og dómarar misjafnir. Dómari getur átt auðvelt með að byggja upp rökstuðning í einu máli 73 Þór Vilhjálmsson bendir á í Réttarfari III, bls. 60, að yfirleitt séu forsendur ritaðar þannig að svo sé látið líta út sem dómarinn viti ekki hver úrslitin eigi að verða fyrr en komið er að niðurstöð- unni. Þetta orki tvímælis og alloft sé ljóst að sú aðferð hafi ekki verið höfð. Hér verður þó að hafa í huga að þessi ábending höfundar er f riti frá árinu 1975 og e.t.v. á hún ekki við í dag. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.