Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 40
Með dómi Hæstaréttar 1997 bls. 2137 var úrskurður héraðsdómara ómerktur en með honum hafði dómarinn komist að þeirri niðurstöðu að fullnægt væri lagaskil- yrðum til að framselja mætti varnaraðila til Bandaríkjanna. Fyrir Hæstarétti kröfðust varnaraðilar þess aðallega að úrskurðurinn yrði ómerktur og vísuðu í því sambandi til þess að fyrir héraðsdómi hafi þau borið fyrir sig að mannúðarástæður mæltu gegn framsali. Héraðsdómari hafí hins vegar í úrskurði sínum hvorki lýst málatilbúnaði varnaraðila né sé þar að finna efnislega umfjöllun um þær vamir sem teflt hafi verið fram gegn kröfu um framsal. í rökstuðningi Hæstaréttar segir að samkvæmt 135. gr. laga nr. 19/1991 skuli í dómi greina röksemdir dómara fyrir niðurstöðu máls. I hinum kærða úrskurði sé engin rökstudd afstaða tekin til þeirra meginmálsástæðna, sem varnaraðilar beri fyrir sig í málinu gegn kröfu sóknaraðila. Samkvæmt tilvitnaðri lagagrein og þeim meginreglum, sem ákvæðið sé reist á, hafi málið því ekki hlotið lögmæta úrlausn fyrir héraðsdómi. Vai' úrskurðurinn ómerktur með vísan til þess og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar að nýju. Dómari þarf að taka afstöðu til þess hvað verður lagt til grundvallar í úr- lausninni. Ef deilt er um málsatvik þarf dómari að taka afstöðu til þess hvað hafi tekist að sanna. Taka þarf afstöðu til annarra ágreiningsefna, t.d. um bótaskyldu. Veigamikill þáttur í rökstuðningi getur verið að meta málsatvikin og ákveða hverjar ályktanir verði af þeim dregnar. í Hæstaréttardómi frá 2. desember 1999 í máli nr. 204/1999 þurfti að meta út frá því sem fyrir lá hvort gagnáfrýjandi hafi mátt gera sér grein fyrir múrskemmdum við skoðun húss sem hún keypti af aðaláfrýjendum en eins og fram kemur í dóminum greindi málsaðila á um það hvað hafi mátt ráða af skoðun hússins urn ástand þess. I dóminum segir að þótt ekki verði slegið föstu eins og málið liggi fyrir að hve „miklu leyti gagnáfrýjandi hefði mátt verða vör við múrskemmdir við skoðun hússins“ sé ljóst af ástæðum, sem tilgreindar eru í dóminum, að það hafi verið „að minnsta kosti í þeim mæli að sérstök ástæða var til rækilegrar athugunar, eftir atvikum með aðstoð sérfróðs rnanns". Af röksemdum dómara á að sjást að hann hafi tekið afstöðu til allra atriða sem geta skipt máli fyrir úrlausnina. í Hæstaréttarmáli nr. 6/2000, sem leyst var úr með dómi réttarins 8. mars 2000, var krafist viðurkenningar á því að uppsögn stefnda á ráðningu áfrýjanda væri ógild en með héraðsdóminum var stefndi sýknaður af kröfunni. I dómi Hæstaréttar segir að krafa áfrýjanda hafi í héraðsdómsstefnu einkum verið byggð á þremur málsástæð- um sem tilgreindar eru í dóminum. I röksemdum fyrir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms hafi ekki verið tekin afstaða til þeirra þátta í málflutningi áfrýjanda, sem lúti að gildi áminningar sem áfrýjanda hafði verið veitt, eða því að ávirðingar, sem þar um ræði, nægðu ekki til að víkja honum úr starfi. Ekki hafi verið unnt að komast efnislega að niðurstöðu um sýknu stefnda af kröfu áfrýjanda án þess að afstaða væri tekin til þess- ara atriða með fullnægjandi hætti. Ekki hafi nægt að vísa til þess, eins og héraðs- dómari gerði, að úrlausnarefni málsins væri einskorðað við gildi uppsagnar áfrýj- anda. Var héraðsdómur því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til málflutnings og dómsálagningar að nýju. 206

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.