Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 43
einn var tekinn til meðferðar í hinum áfrýjaða dómi, þ.e. orksakasamhengi milli atburðarins 2. nóvember 1981 og örorku áfrýjanda“. Ekki er einhlítt hversu ítarlegur rökstuðningur á að vera. Það ræðst m.a. af málatilbúnaði og atvikum málsins hve ítarlegur rökstuðningur þarf að vera. Venj- ur má þó stundum hafa til marks um það. Akvörðun um refsingu er t.d. yfírleitt ekki rökstudd ítarlega heldur „látið nægja almennt orðalag. Sérstaklega er auðvit- að þörf á rökstuðningi, ef refsing er ákveðin á annan veg en dómvenja er um“.80 IVIII. kafla almennra hegningarlaga eru tilgreind atriði sem hafa áhrif á refsihæð. Þegar við á eru þau tilgreind í röksemdum dómara fyrir ákvörðun um refsingu. I stærri og flóknari málum svo og í öðrum málum þar sem fara þarf langar leiðir til að komast að niðurstöðu verður rökstuðningur væntanlega ítarlegri en ella. Sama gildir um mál sem hafa almenna þýðingu eða fordæmisgildi. 3.3.b Upplýsingar vantar Þegar upplýsingar um atvik eða aðstæður vantar, sem skipta máli fyrir úr- lausn á sakarefninu, getur verið álitamál hvernig verði brugðist við því eða hvaða afleiðingar það hefur. Ef upplýsingar eru takmarkaðar um atriði, sem hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins, hefur það oft þær afleiðingar að það sem liggur fyrir hefur aukna þýð- ingu. Vandasamt getur hins vegar verið að túlka hverja þýðingu þessi atriði hafi og á hvern hátt. Rökfærslan getur af þessum ástæðum orðið flóknari, nákvæm- ari og ítarlegri en ella. Þegar atvik eru óljós eða tvísýnt er hvaða þýðingu þau hafa getur dómari gripið inn í sönnunarfærslu málsaðila og leitað skýringa á því sem óljóst er, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála. Sama á við ef dómari verður þess var eftir dómtöku máls að verulegur brestur sé á skýrleika í yfirlýsingum aðila eða upplýsingum um málsatvik. Þá getur hann kvatt málsaðila fyrir dóm og beint spurningum til þeirra eða bent þeim á að nauðsynlegt sé að afla frekari gagna ef honum hefur láðst að gera það áður, sbr. 104. gr. sömu laga. Dómari getur kallað eftir gögnum í sakamáli í samræmi við 3. mgr. 128. gr. laga um meðferð opinberra mála. Ef dómari telur nauðsynlegt eftir dómtöku máls að fram komi frekari gögn, eða hann telur að spyrja þurfi ákærða eða vitni nánar ákveður hann framhaldsmeðferð til þess að unnt verði að koma þessu við, sbr. 131. gr. sömu laga. Hæstiréttur getur kallað eftir gögnum samkvæmt 2. mgr. 156. gr. laga um meðferð opinberra mála, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 37/1994. Dómari hefur því vissar skyldur þegar upplýsingar vantar. Ljóst er að skyldur hans í þessum efnum eru ríkari í opinberum málum en í einkamálum. í dómi Hæstaréttar frá 4. nóvember 1999 í máli nr. 252/1999 segir: „Við mat á því, hvort ákærða hafi verið eða mátt vera kunnugt um aldur kæranda, þegar þau hófu 80 Haraldur Henrysson: „Samning dóma“, bls. 75-76. 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.