Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 45
upphafi ferðar. Þá er aðfinnsluvert, að í dóminum er engin viðhlítandi grein gerð fyrir
þeim sérfræðilegu gögnum, sem fyrir liggja og lögð eru til grundvallar við úrlausn
málsins".
3.4 Samræmi í úrlausnum
Þar sem dómstólar þurfa að gæta samræmis í úrlausnum í lagalegu tilliti
reynir á það hvort röksemdir í dómi geti átt við um úrlausnir í öðrum dómsmál-
um. í þeim efnum skiptir aðallega máli hvort tilvikið sem um ræðir er sambæri-
legt öðru eða öðrum tilvikum og þá að hvaða leyti.
Með því sem fram kemur í rökstuðningi dómsúrlausnar er oftast unnt að sjá
hvort mál eru sambærileg en ef þau eru það eiga þau að fá sömu úrlausn. Orða-
lagið „eins og hér stendur á“, án þess að fram komi hvernig „standi þar á“, er
væntanlega ófullnægjandi rökstuðningur. Orðalagið er hins vegar stundum not-
að til að leggja áherslu á að úrlausnin sé aðeins nothæf fyrir það mál sem um
ræðir og hafi því ekki fordæmisgildi. Samt sem áður verður að telja þannig orð-
aðar röksemdir ófullnægjandi vegna þess að öll mál eru dæmd á grundvelli þess
sem liggur fyrir í hverju þeirra. Þess vegna segir orðalagið eitt í rökfærslu „eins
og hér stendur á“ í raun ekki neitt. Réttilega þarf að taka fram í rökstuðningi
hvernig standi á. í því felst rökfærslan, þ.e. að tilgreina hvemig standi á.81
Þrátt fyrir að forsendur dóms séu ljósar getur engu að síður verið erfitt að
greina hvort tilvik eru sambærileg. Við mat á því getur verið hætta á röngum og
villandi ályktunum eða alhæfingum. Það sem á við um ákveðið tilvik er talið
eiga við um annað eða önnur tilvik en sú er þó e.Lv. ekki raunin. Þess hefur þá
t.d. ekki verið gætt hvað á við um hvert tilvik eða hvað skilur þau að og á hvern
hátt.82
Meginreglan er sú að röksemdir í dómi geta aðeins haft þýðingu fyrir önnur
dómsmál að því marki og um þau atriði sem afstaða var tekin til í dómsúrlausn-
81 Hjördís Hákonardóttir bendir á að óljóst orðalag, svo sem „eins og á stendur“, „þykir því eftir
atvikum rétt“ og annað álíka orðalag, verki fyrst og fremst eins og verið sé að forðast að taka af
skarið og gera forsendur dómsins fullkomlega ljósar. Aðili sem tapi máli og lögmaður hans séu litlu
nær en áður um það hvers vegna rétturinn, sem þeir e.t.v. töldu vera sín megin, sé það ekki. „Gagn-
rýni á dómstólana og forsendur dóma“, bls. 169.
82 Sambærilegu vandamáli er lýst í grein Hrafns Bragasonar: „Er þörf á að breyta meðferð opin-
berra mála fyrir Hæstarétti íslands?" Á bls. 293 segir að í bók Eiríks Tómassonar, Réttlát málsmeð-
ferð fyrir dómi, sé þvf haldið fram að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Botten gegn
Noregi skeri úr um að tiltekin aðferð Hæstaréttar íslands við mat á sönnunargildi framburða ákærða
og vitna fyrir héraðsdómi sé a.m.k. vafasöm. Þessi ályktun bókarhöfundar sé tæpast örugg. Á bls.
293-294 í greininni er máli Bottens gegn Noregi lýst og útskýrt hvemig aðstaða Hæstaréttar Noregs
til að meta málavexti sé „ljóslega allt önnur en Hæstaréttar Islands ...“.
Af þessu má ráða að þar sem ekki sé um sambærilegar réttarfarslegar aðstæður að ræða á íslandi
og í Noregi hafí í bók Eiriks verið dregnar of víðtækar ályktanir af niðurstöðu mannréttindadóm-
stólsins í umræddu máli. Á bls. 297 í greininni segir að enginn vafi sé á því að það geti verið erfitt
að draga mjög almennar ályktanir af úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þær byggist
á sérstökum atvikum í hverju máli fyrir sig. Á bls. 297-298 segir að ekki megi oftúlka niðurstöður
dómstólsins frekar en annarra dómstóla eða taka þeim gagnrýnislaust.
211