Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 72
4.4 Staða mála á alþjóðavettvangi í dag: Hnattræn framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna Því hefur nú verið lýst hvernig mengun sjávar frá landi var til skamms tíma litlum takmörkunum háð að alþjóðarétti. Réttarvenjur og grundvallarreglur laga lögðu einungis grundvallarskyldur á ríki þess efnis að vernda hafsvæðið út frá ströndum þess og ráða mátti af fordæntum að mengun er olli öðru riki alvarlegu tjóni væri ólögmæt. A síðustu tveimur áratugum hefur alþjóðasáttmálum, aðal- lega í gegnum svæðisbundna nálgun, fjölgað töluvert án þess þó að tekist hafi að draga úr mengun sjávar frá landi að neinu ráði. I dag, um tuttugu árum eftir að fyrsti alþjóðasáttmálinn um mengun sjávar frá landi tók gildi, taka svæðis- bundnir sáttmálar yfir innan við 10% af hafsvæðum jarðar og enn lægra hlutfall af uppsprettum mengunarinnar.50 Enginn hnattrænn alþjóðasáttmáli tekur gagn- gert á mengun sjávar frá landi þrátt fyrir að slíka sáttmála sé að finna bæði um losun frá skipum51 og mengun vegna vísvitandi losunar á sjó.52 Segja má að svæðisbundin nálgun við að ná tökum á mengun sjávar frá landi sé á margan hátt betur til þess fallin að ná árangri en hnattræn nálgun. Einstök svæðisbundin vandamál krefjast sérstakra lausna sem eiga betur heima í svæð- isbundnum sáttmálum.53 I gegnum hina svæðisbundnu nálgun er þannig oft hægt að ná fram æskilegum markmiðum við vemdum hafsins sem erfitt gæti reynst að ná fram með hnattrænni nálgun. Takmarkanir svæðisbundnu nálgun- arinnar í baráttunni við mengun sjávar frá landi, samanborið við þá hnattrænu, hafa þó ótvírætt komið í ljós á síðustu tveimur áratugum. Það hefur sýnt sig að svæðisbundna nálgunin veldur því ekki ein sér að taka á þessu vandamáli fyrir höf heimsins í heild sinni. Ástæðurnar fyrir því má setja fram sem eftirfarandi: 1. Flest hafsvæði verða fyrir mengun frá efnum sem upprunnin eru utan þess og einungis verður dregið úr slíkri mengun við upptök hennar. 2. Vegna hnattræns eðlis mengunar sjávar er nauðsynlegt að samræma hnattræn viðmið og viðurlög. 3. Flutningur á þekkingu, tækni og fjármagni frá iðnvæddum ríkjum, sem búa yfir slíku, til þróunarríkja krefst hnattræns átaks og samhæfingar. Með tilliti til hnattræns eðlis og alvarleika þessa umhverfisvandamáls, sem og takmarkaðs árangurs svæðisbundinna sáttmála og ólögfestra meginreglna á þessu sviði, má álykta að hnattrænn sáttmáli er binda myndi þjóðir heims væri 50 Davis, W. Jackson: „The Need for a New Global Ocean Governance System" í Freedom for the Seas in the 21stCentury. Washington D.C. 1993 (ritstýrt af J. M. Van Dyke, D. Zaelke og G. Hewison), bls. 162. He'r eftir vísað til sem „Davis“. 51 Sem eru uppspretta 12% af mengun hafsins. Davis, bls. 161. 52 Sem hafa verið uppspretta um 10% af mengun hafsins. Davis, bls. 161. 53 Davis, bls. 160. 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.