Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 72
4.4 Staða mála á alþjóðavettvangi í dag: Hnattræn framkvæmdaáætlun
Sameinuðu þjóðanna
Því hefur nú verið lýst hvernig mengun sjávar frá landi var til skamms tíma
litlum takmörkunum háð að alþjóðarétti. Réttarvenjur og grundvallarreglur laga
lögðu einungis grundvallarskyldur á ríki þess efnis að vernda hafsvæðið út frá
ströndum þess og ráða mátti af fordæntum að mengun er olli öðru riki alvarlegu
tjóni væri ólögmæt. A síðustu tveimur áratugum hefur alþjóðasáttmálum, aðal-
lega í gegnum svæðisbundna nálgun, fjölgað töluvert án þess þó að tekist hafi
að draga úr mengun sjávar frá landi að neinu ráði. I dag, um tuttugu árum eftir
að fyrsti alþjóðasáttmálinn um mengun sjávar frá landi tók gildi, taka svæðis-
bundnir sáttmálar yfir innan við 10% af hafsvæðum jarðar og enn lægra hlutfall
af uppsprettum mengunarinnar.50 Enginn hnattrænn alþjóðasáttmáli tekur gagn-
gert á mengun sjávar frá landi þrátt fyrir að slíka sáttmála sé að finna bæði um
losun frá skipum51 og mengun vegna vísvitandi losunar á sjó.52
Segja má að svæðisbundin nálgun við að ná tökum á mengun sjávar frá landi
sé á margan hátt betur til þess fallin að ná árangri en hnattræn nálgun. Einstök
svæðisbundin vandamál krefjast sérstakra lausna sem eiga betur heima í svæð-
isbundnum sáttmálum.53 I gegnum hina svæðisbundnu nálgun er þannig oft
hægt að ná fram æskilegum markmiðum við vemdum hafsins sem erfitt gæti
reynst að ná fram með hnattrænni nálgun. Takmarkanir svæðisbundnu nálgun-
arinnar í baráttunni við mengun sjávar frá landi, samanborið við þá hnattrænu,
hafa þó ótvírætt komið í ljós á síðustu tveimur áratugum. Það hefur sýnt sig að
svæðisbundna nálgunin veldur því ekki ein sér að taka á þessu vandamáli fyrir
höf heimsins í heild sinni. Ástæðurnar fyrir því má setja fram sem eftirfarandi:
1. Flest hafsvæði verða fyrir mengun frá efnum sem upprunnin eru utan þess og
einungis verður dregið úr slíkri mengun við upptök hennar.
2. Vegna hnattræns eðlis mengunar sjávar er nauðsynlegt að samræma hnattræn
viðmið og viðurlög.
3. Flutningur á þekkingu, tækni og fjármagni frá iðnvæddum ríkjum, sem búa
yfir slíku, til þróunarríkja krefst hnattræns átaks og samhæfingar.
Með tilliti til hnattræns eðlis og alvarleika þessa umhverfisvandamáls, sem
og takmarkaðs árangurs svæðisbundinna sáttmála og ólögfestra meginreglna á
þessu sviði, má álykta að hnattrænn sáttmáli er binda myndi þjóðir heims væri
50 Davis, W. Jackson: „The Need for a New Global Ocean Governance System" í Freedom for
the Seas in the 21stCentury. Washington D.C. 1993 (ritstýrt af J. M. Van Dyke, D. Zaelke og G.
Hewison), bls. 162. He'r eftir vísað til sem „Davis“.
51 Sem eru uppspretta 12% af mengun hafsins. Davis, bls. 161.
52 Sem hafa verið uppspretta um 10% af mengun hafsins. Davis, bls. 161.
53 Davis, bls. 160.
238