Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 74
úr ýmsum áttum.56 er hafsvæðið umhverfis fsland er talið með þeim hreinustu
sem þekkjast.57 Yegna þeirra mikilvægu þjóðarverðmæta sem er að finna hér
fyrir ströndum úti er afar mikilvægt að við íslendingar vöktum vel lífríki sjávar
umhverfis landið. Það eru ekki einungis fiskimiðin sem eru í húfi. Við strendur
landsins er að finna mikið af sjávarspendýrum og á íslandi er ein mikilvægasta
uppeldisstöð margra tegunda sjófugla á norðurhveli jarðar. Strandlengjan er og
afar mikilvæg fyrir búsetu, útivist og margs konar dýralíf.58
Verulegar breytingar eru taldar hafa orðið til batnaðar hér á landi á sviði
mengunar sjávar frá landi síðastliðin þrjátíu ár. Eru þær framfarir m.a raktar til
breyttrar meðferðar sorps, söfnun hættulegra úrgangsefna, fráveitumál og söfn-
un úrgangs frá skipum. Þrátt fyrir þessar framfarir er þó enn margt sem þarf að
bæta. Langt að komin mengun, einkum mengun af völdum lífrænna þrávirkra
efna og geislavirkra efna, veldur áhyggjum, þó að mengun af völdum þessara
efna í íslenskum sjávarlífverum sé almennt lægri en þekkist á nærliggjandi haf-
svæðum.59
Árið 1989 hófust skipulegar mælingar á mengunarefnum í sjó hér við land.
Síðastliðið vor kom út skýrsla um þessar mælingar þar sem niðurstöður mæl-
inga eru bornar saman við önnur hafsvæði í Norður Atlantshafi og reynt að
meta þróun mála hér við land varðandi einstök mengunarefni frá því mælingar
hófust.60
Hollustuvemd ríkisins hefur nýverið lagt fram tillögur sínar um drög að Fram-
kvæmdaáætlun fyrir ísland um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðvum í
samræmi við Framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna.61 Drög Hollustuvernd-
ar em hugsuð sem hjálpartæki íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn mengun
sjávar. Þar kemur fram að með inngöngu íslands í Evrópska efnahagssvæðið
tók þjóðin á sig skuldbindingar er varða verndun sjávar gegn mengun frá landi
sem hafa valdið því að aðgerðir á þessu sviði hafa þróast frá því að vera að inn-
lendu frumkvæði til þess að vera liður í að uppfylla fjölþjóðleg markmið.62
56 Davíð Egilsson, Elísabet D. Ólafsdóttir, Eva Yngvadóttir, Helga Halidórsdóttir, Flosi
Hrafn Sigurðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Helgi Jensson, Karl Gunnarsson, Sigurður Á.
Þráinsson, Andri Stefánsson, Hallgrímur Daði Indriðason, Hreinn Hjartarson, Jóhanna
Thorlacius, Kristín Ólafsdóttir, Sigurður Gíslason og Jörundur Svavarsson: „Mælingar á
mengandi efnum á og við ísland. Niðurstöður vöktunarmælinga“. Starfshópur um mengunarmæl-
ingar. Reykjavík, mars 1999, bls. 49.
57 Framkvæmdaáætlun um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, www.hollver.is
58 Framkvæmdaáætlun um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, www.hollver.is
59 Magnús Jóhannesson: „Verndun hafsins fyrir mengun“.
60 Hér er átt við skýrslu sem vísað er til í neðanmálsgrein 56.
61 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein 55. Hér eftir nefnd „drög að Framkvæmdaáætlun fyrir ísland“.
62 í tillögum Hollustuvemdar að framkvæmdaáætlun eru taldar upp helstu alþjóðlegu skuldbind-
ingar íslands á þessu sviði. Þær eru eftirtaldar: EES-samningurinn; Hafréttarsamningur Sameinuðu
þjóðanna; OSPAR samningurinn um verndun hafrýmis á Norð-austur Atlantshafi; Alþjóðasamn-
ingur um langdræga loftborna mengun þrávirkra lífrænna efna (LRTAP); Alþjóðasamningur um
aðgerðir gegn þrávirkum lífrænum efnum (POPs - samningaviðræðum er þó ekki lokið um þennan
240