Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 84

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 84
3.2 Stöðumál Breytingar sem orðið hafa á föstum stöðum innan deildarinnar eru þær helstar að prófessoramir Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Örlygsson fengu launalaust leyfi frá störfum til þriggja ára frá haustinu 1999. Dósentamir Ragnheiður Bragadóttir og Páll Hreinsson fengu framgang í stöðu prófessora á árinu 1999. Aslaug Björgvinsdóttir LL.M. og Skúli Magnússon mag. jur. vom ráðin í störf lektora frá 1. ágúst 2000. Lára V. Júlíusdóttir hrl. var ráðin aðjúnkt frá 1. mars 2000 og Róbert R. Spanó mag. jur. var ráðinn aðjúnkt frá 1. september 2000. Dr. Páll Sigurðsson var kjörinn deildarforseti til tveggja ára frá 5. september 2000 og Eiríkur Tómasson var kjörinn varadeildarforseti til sama tíma. Vorið 1999 fengu prófessorarnir Björn Þ. Guðmundsson, Eiríkur Tómasson og Páll Sigurðsson rannsóknarmisseri og Davíð Þór Björgvinsson prófessor fékk rannsóknarmisseri haustið 1999. 3.3 Bókasafnsmál Bókasafn lagadeildar er á 3. hæð í Lögbergi og er það útibú frá Landsbóka- safni Islands-Háskólabókasafni. Þar eru alls 10 þúsund rit á sviði lögfræði, nýjar bækur, kennslubækur, sígild rit, uppsláttar- og tilvísanarit, um 70 tímarit og ritraðir, Hæstaréttardómar í prentaðri útgáfu og á geisladiski, dómasöfn, lagasöfn, Alþingistíðindi og Stjómartíðindi auk hjálpargagna við heimildaleit. Tölva, sem veitir aðgang að Ge|ni og Greini og Hæstaréttardómum á geisla- diski, er staðsett í bókasafninu. Utlánstími bóka í Lögbergi er ein vika en einn mánuður fyrir kennara og laganema sem em að undirbúa lokaritgerð. Tímarit, handbækur, dómasöfn og Alþingis- og Stjómartíðindi eru ekki lánuð út. Kennslubækur eru ýmist ekki lánaðar út eða eru á þriggja daga láni. Ljósritun- arvél í eigu Orators, félags laganema, er fyrir framan bókasafnið og eru ljósrit- unarkort seld hjá bókaverði og stjórn Orators. Á vetuma er bókasafnið í Lögbergi opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18 og föstudaga kl. 10-16 en á sumrin er opnunartími óreglulegur. Auður Gestsdóttir bókasafnsfræðingur hefur umsjón með bókasafninu í Lög- bergi og er hún á safninu fyrir hádegi alla virka daga en laganemar annast gæslu safnsins á eftirmiðdögum. 3.4 Endurmenntunarmál Á deildarfundi í júní 1997 var samþykkt að lagadeild standi fyrir endur- menntun lögfræðinga með þeim hætti að heimila þeim að stunda nám í kjör- greinum sem kenndar eru við lagadeild. Endurmenntun þessi fer fram í sam- vinnu Lagastofnunar Háskóla Islands fyrir hönd lagadeildar annars vegar og fé- laga starfandi lögfræðinga hins vegar, þ.e. Lögmannafélags íslands, Lögfræð- ingafélags Islands, Dómarafélags Islands og Sýslumannafélags Islands. Skrán- ing í kjörgreinar fer fram hjá Lögmannafélagi íslands. Hafa þó nokkrir lögfræð- ingar lokið námi í kjörgreinum við lagadeild samkvæmt endurmenntunar- samningi þessum en þeir eru þó ekki eins margir og gert var ráð fyrir. 250

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.