Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 17
sambærilegt ákvæði. í athugasemdum við 16. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er tekið fram að þar nægi að tilgreina tegund eða flokk við- takenda upplýsinganna en ekki sé nauðsynlegt að nafngreina einstaka viðtak- endur. Hins vegar megi ekki flokka viðtakendur svo gróflega að upplýsingamar verði í raun merkingarlausar." Ætla verður að 20. gr. pul. verði skýrð með sam- bærilegum hætti. b) I öðru lagi getur ábyrgðaraðila borið að veita hinum skráða upplýsingar um það hvort honum sé skylt eða valfrjálst að veita umbeðnar upplýsingar og hvaða afleiðingar það kunni að hafa í för með sér sé það ekki gert, sbr. b-lið 1. mgr. 20. gr. pul. Þegar stjómvald er ábyrgðaraðili bæri því t.d. að taka fram ef refsing lægi við því að veita ekki upplýsingar. Þá bæri einnig að taka fram, þar sem það á við, að höfnun hins skráða á því að veita nauðsynlegar upplýsingar geti varðað frávísun máls, eða þar sem það á við, að úr máli verði leyst á gmnd- velli fyrirliggjandi gagna. c) I þriðja lagi getur ábyrgðaraðila verið skylt að veita hinum skráða upplýsingar um upplýsingarétt hins skráða, sbr. 18. og 19. gr. puh, svo og rétt hans til leiðréttingar og eyðingar rangra eða villandi persónuupplýsinga um hann, sbr. 25. gr. pul., sbr. c-lið 1. mgr. 20. gr. pul. I athugasemdum við 20. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 77/2000, er tekið fram að ekki nægi alltaf að fræða um þau atriði sem nú eru tilgreind í 1. og 2. tölul. svo og a- og b-lið 3. tölul. 1. mgr. 20. gr. laganna. Markmið fræðsluskyldunnar sé að veita hinum skráða möguleika á að nýta sér þann rétt sem hann eigi samkvæmt lögunum, t.d. til aðgangs, leiðréttingar o.s.frv.' I athugasemdum við 2. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 81/2002, er þetta áréttað en þar kemur fram að markmið fræðsluskyldunnar sé að veita hinum skráða möguleika á að nýta sér þann rétt sem hann á skv. III. og IV. kafla laganna. Samkvæmt þessu lýtur áskilnaður um frekari fræðslu aðallega að rétti hins skráða skv. lögum nr. 77/2000. Hlýtur þannig að verða að leggja til grundvallar að ekki þurfi því t.d. að leiðbeina um upplýsingarétt hins skráða þegar þær upplýsingar, sem aflað er frá öðrum, eru undanþegnar aðgangi hans skv. 19. gr. pul. Ætla má að ríkari skylda sé fyrir ábyrgðaraðila að veita frekari upplýsingar þegar unnið er með viðkvæmar persónuupplýsingar en almennar persónu- upplýsingar.14 Loks er rétt að árétta að í 38. tölul. formálsorða tilskipunar 95/46/EB er m.a. tekið fram að eigi vinnsla upplýsinga að vera með sanngjöm- um hætti verði hinn skráði að geta fengið áreiðanlegar og fullar upplýsingar, með hliðsjón af aðstæðum við söfnun, þegar upplýsingar eru fengnar hjá honum. 11 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2730. 12 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 2733. 13 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 4529. 14 A Business Guide to Changes in European Data Protection Legislation, bls. 62. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.