Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Page 27
Allra fyrst er hér þó rakið hver tengsl fullveldishugtaksins eru við sjálf-
stæðisbaráttuna í raun. Til þess að fullveldishugtakið geti orðið það greinandi
hugtak, sem fræðaiðkun á Islandi almennt og íslensk lögfræði sérstaklega þurfa
á að halda, er óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að leggja til atlögu við tákn-
myndina sem orðið fullveldi stendur fyrir. Fræðikenningar í íslenskum stjórn-
skipunarrétti og forsendur þær sem þeim hafa legið til grundvallar voru að
mörgu leyti skilgetið afkvæmi sjálfstæðisbaráttunnar. Hér á landi varð allsér-
stæður samruni háskólalögfræði og sjálfstjómarmarkmiða lítillar þjóðar sem
enn eimir eftir af. Mikilvægt er að gera greinarmun á því hvemig forystumenn
í sjálfstæðisbaráttunni færðu rök fyrir grundvallarrétti íslendinga til sjálf-
stjórnar með vísan til foms réttar, ekki síst Gamla sáttmála, og hinu hvernig þeir
síðar löguðu kröfumar að lögfræðilegum veruleika samtíma síns. Sjálfstæðis-
krafan var krafa um stjómarbót með vísan til þess sem vœri rétt til bæta hag
þjóðarinnar, menningu og líf fólksins í landinu og henni var fundinn staður í
glæstri fortíð. Fullveldiskrafan fól í sér eldri kröfur um stjómarbót en batt í raun
enda á sjálfstæðisbaráttuna með því að leggja grunn að fullburða nútímaríki á
íslandi. Hún var byggð á lögfrœðilegum veruleika sem forystumenn sjálfstæðis-
baráttunnar nýttu fyrir land sitt á réttum tíma.
2. SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN. HVENÆR KOMST FULLVELDI Á
DAGSKRÁ?
Sumarið 1918 þegar samninganefndir íslands og Danmerkur sátu á löngum
fundum í Reykjavík við samningu Sambandslaganna sem svo urðu nefnd,
lögðu Danir til að ísland yrði í lagatextanum skilgreint sem frjálst og sjálfstœtt
ríki í konungssambandi við Danmörku.4 Þessu höfnuðu samningamenn Islands.
Ekki vegna konungssambandsins heldur vegna þess að skilgreininguna sjálf-
stætt ríki töldu þeir ekki nægja landi sínu. Þeir settu fram kröfu um að Island
yrði lýst fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku en það voru Danir
tregir til að samþykkja. Gefur þetta skýra vísbendingu um að fullveldi og sjálf-
stæði eru ekki tvö mismunandi orð yfir það sama, að fullveldi merkir ekki ein-
faldlega sjálfstæði eins og svo oft er haldið fram. Helstu forystumenn Islend-
inga í samningaviðræðunum voru þeir Einar Amórsson, alþingismaður og laga-
prófessor, og Bjarni Jónsson frá Vogi alþingismaður. Krafa þeirra um að hið
nýja íslenska ríki skyldi skilgreint sem fullvalda í sambandslagasáttmálanum
var byggð á vitund um að fullveldi væri lögfræðilegt hugtak, innibæri réttindi
og skyldur að þjóðarétti. Heimsstyrjöldinni fyrri var nýlega lokið, sjálfsákvörð-
unarréttur þjóða á dagskrá í alþjóðasamfélaginu og forystumenn Islendinga
4 Björn Þórðarson: Alþingi og frelsisbaráttan. Rvík. 1951, bls. 334. Einar Arnórsson: „Alþingi
árið 1918“. Skímir 1930. Fundargerðir samninganefndarinnar eru prentaðar í riti Matthíasar
Bjarnasonar: ísland frjálst og fullvalda riki 1918. Rvík. 1993, bls. 50-76.
21