Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 27
Allra fyrst er hér þó rakið hver tengsl fullveldishugtaksins eru við sjálf- stæðisbaráttuna í raun. Til þess að fullveldishugtakið geti orðið það greinandi hugtak, sem fræðaiðkun á Islandi almennt og íslensk lögfræði sérstaklega þurfa á að halda, er óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að leggja til atlögu við tákn- myndina sem orðið fullveldi stendur fyrir. Fræðikenningar í íslenskum stjórn- skipunarrétti og forsendur þær sem þeim hafa legið til grundvallar voru að mörgu leyti skilgetið afkvæmi sjálfstæðisbaráttunnar. Hér á landi varð allsér- stæður samruni háskólalögfræði og sjálfstjómarmarkmiða lítillar þjóðar sem enn eimir eftir af. Mikilvægt er að gera greinarmun á því hvemig forystumenn í sjálfstæðisbaráttunni færðu rök fyrir grundvallarrétti íslendinga til sjálf- stjórnar með vísan til foms réttar, ekki síst Gamla sáttmála, og hinu hvernig þeir síðar löguðu kröfumar að lögfræðilegum veruleika samtíma síns. Sjálfstæðis- krafan var krafa um stjómarbót með vísan til þess sem vœri rétt til bæta hag þjóðarinnar, menningu og líf fólksins í landinu og henni var fundinn staður í glæstri fortíð. Fullveldiskrafan fól í sér eldri kröfur um stjómarbót en batt í raun enda á sjálfstæðisbaráttuna með því að leggja grunn að fullburða nútímaríki á íslandi. Hún var byggð á lögfrœðilegum veruleika sem forystumenn sjálfstæðis- baráttunnar nýttu fyrir land sitt á réttum tíma. 2. SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN. HVENÆR KOMST FULLVELDI Á DAGSKRÁ? Sumarið 1918 þegar samninganefndir íslands og Danmerkur sátu á löngum fundum í Reykjavík við samningu Sambandslaganna sem svo urðu nefnd, lögðu Danir til að ísland yrði í lagatextanum skilgreint sem frjálst og sjálfstœtt ríki í konungssambandi við Danmörku.4 Þessu höfnuðu samningamenn Islands. Ekki vegna konungssambandsins heldur vegna þess að skilgreininguna sjálf- stætt ríki töldu þeir ekki nægja landi sínu. Þeir settu fram kröfu um að Island yrði lýst fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku en það voru Danir tregir til að samþykkja. Gefur þetta skýra vísbendingu um að fullveldi og sjálf- stæði eru ekki tvö mismunandi orð yfir það sama, að fullveldi merkir ekki ein- faldlega sjálfstæði eins og svo oft er haldið fram. Helstu forystumenn Islend- inga í samningaviðræðunum voru þeir Einar Amórsson, alþingismaður og laga- prófessor, og Bjarni Jónsson frá Vogi alþingismaður. Krafa þeirra um að hið nýja íslenska ríki skyldi skilgreint sem fullvalda í sambandslagasáttmálanum var byggð á vitund um að fullveldi væri lögfræðilegt hugtak, innibæri réttindi og skyldur að þjóðarétti. Heimsstyrjöldinni fyrri var nýlega lokið, sjálfsákvörð- unarréttur þjóða á dagskrá í alþjóðasamfélaginu og forystumenn Islendinga 4 Björn Þórðarson: Alþingi og frelsisbaráttan. Rvík. 1951, bls. 334. Einar Arnórsson: „Alþingi árið 1918“. Skímir 1930. Fundargerðir samninganefndarinnar eru prentaðar í riti Matthíasar Bjarnasonar: ísland frjálst og fullvalda riki 1918. Rvík. 1993, bls. 50-76. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.