Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 28
voru fullkomlega með á nótunum um það. Fór enda svo að fullveldi íslands og staða gagnvart Danmörku eftir 1. desember 1918 vakti lögfræðilega heimsathygli.5 Alþingi hafði fellt sjálfstjómarkröfur landsins undir hugtakið fullveldi í þingsályktun árið 1917: Neðri deild Alþingis ályktar að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga og koma fram með tillögu um, hverjar ráðstafanir gera skuli til að ná sem fyrst öllurn vorum málum í vorar hendur og fá viðurkenningu fullveldis vors.6 Fullveldisnefndin íslenska gerði í framhaldi af þessu kröfu til þess að ísland fengi sérstakan verslunarfána en í stað þess að svara þeirri kröfu sérstaklega kaus danska stjómin að bjóða Islendingum samninga um samband ríkjanna í heild. Þetta mun hafa verið úthugsað herbragð af nefndarinnar hálfu. Bjami Jónsson frá Vogi lýsti tilgangi fánakröfunnar svo á Alþingi haustið 1918: En nefndin hugsaði sér fánann sem einkenni fullvalda ríkis. En nefndin kaus af varfæmi að taka heldur fánann en allt rnálið frá rótum, sakir þess, að kappgirni Dana yrði þá síður vakin, ef þeir gætu viðurkennt fullveldi vort með svo yfirlætislausum hætti. Þurfti þá ekki fyrr en fram var gengið málið að hreyfa því, að auðvitað væri þetta fullveldið.7 2.1 Pólitísk erfðaskrá Jóns Sigurðssonar? Orðið fullveldi sést fyrst á prenti á íslandi8 9 árið 1877 í grein í Andvara, tímariti Hins íslenska þjóðvinafélags. Greinin nefnist Stjórnarlög Islands og þrátt fyrir að hún beri ekki höfundamafn er höfundur hennar alþekktur. Hann var Sigurður Jónsson, fóstursonur Jóns Sigurðssonar forseta. Sigurður hafði lokið lagaprófi frá Hafnarháskóla 1875 og greinin er lögfræðilegt mat á stöðu Islendinga í stjómlagadeilunni við Dani. I greininni er ekki vikið að fullveldi sem markmiði íslendinga, heldur að „konunglegu fullveldi“ - því sem kon- ungur skuli ekki fá að beita um málefni íslands að „óháðri eigin vild“: ... enda hafi þjóð vor enn sem fyrr skýlausa sögulega heimild, þjóðlega heimtingu, stjómlagalegan rétt og þá eigi síður óumflýjanlega þörf á þeirri stjómarbót og þeirri stjómarskipun, sem óskorað veitti henni löggjafarvald, fjárforræði og óháða innlenda stjóm í öllum Islands málefnum, og þau réttindi í sambandinu við Danmörk, að ekkert yrði það að lögum, sem alþing ekki samþykkti.’ 5 Fræðaskrif á alþjóðavettvangi um íslensku leiðina voru mikil og hún varð öðrum þjóðum fyrir- mynd, sbr. Davíð Logi Sigurðsson: „Sambandslagasamningur íslands og Danmerkur fyrirmynd fullveldis á írlandi?" Skímir vor 2001, 175. árg. bls. 141 o.áfr. 6 Alþt. 1917, A-deild, bls. 34. 7 Alþt. 1918, B-deild, bls. 44. 8 Seðlasafn Orðabókar Háskóla Islands. 9 S. (Sigurður Jónsson): „Stjómarlög íslands". Andvari 1877, bls. 63. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.