Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 31
Einungis þurfti því að bæta við „frjálst sambandsland" þessu hugtaki; með því var það orðið alákveðið og gat ekki þýtt annað en það, sem kallað er ríki, því að öll fullvöld lönd eru ríki.IJ Og Gísli segir í grein sinni að „ósleitilega hafi verið að því unnið, þegar frá því er blaðamannaávarpið kom út, að gera mönnum þetta ljóst“ og rekur síðan hvemig þetta orðalag hafi ýmist haft áhrif á eða ratað beint í samþykktir þingmálafunda, sem haldnir voru í öllum sýslum landsins og kaupstöðum þetta ár, og loks komist í samþykkt Þingvallafundar 29. júní 1907 en hún var þessi: a. Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna sé gerður á þeim grundvelli einum, að fsland sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullii valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. - Fundurinn mótmælir allri sáttmálsgerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar sem nefndir voru. b. Fundurinn telur sjálfsagt, að ísland hafi sérstakan fána, og felst á tillögu Stúdenta- félagsins um gerð hans. c. Fundurinn krefst þess, að þegnréttur vor verði íslenzkur. (leturbr. höf.) Það varpar enn frekar ljósi á tilkomu og mikilvægi fullveldiskröfunnar í íslenskri sjálfstæðisbaráttu að huga að lögfræðimenntun Islendinga. Þar tog- uðust á íslenska kenningin í stjómlagafræði og þjóðarétturinn eins og hann stóð og sem stoðaði lítt að draga í efa. 2.3 Nýr lagaskóli - ný lögfræði! A áðumefndum fundi í Juridisk samfund í Kaupmannahöfn gagnrýndi Valtýr Guðmundsson, að helstu lagaprófessorum Hafnarháskóla viðstöddum, kenn- ingar þarlendra fræðajöfra Henning Matzens, Carls Goos og Henriks Hansens um ríkisréttarstöðu Islands og varaði þá við því að Islendingar myndu ekki una þeim: Réttmæti þessarar hyggjusetningar mun aldrei verða viðurkennt af neinum íslend- ingi. Það getur skeð, að hinum háu prófessorum geti tekist, að neyða íslenska lög- fræðinga til þess að viðurkenna þessa skoðun, þegar þeir eru að svara prófspurn- ingum sínum á háskólanum; en þeir geta reitt sig á, að sömu lögfræðingarnir munu, jafnskjótt og þeir eru sloppnir frá prófborðinu, hiklaust neita því, að hún sé rétt.15 Krafa íslendinga um innlendan lagaskóla var snar þáttur sjálfstæðisbarátt- unnar og frumvarp þess efnis var samþykkt hvað eftir annað á Alþingi íslend- inga en ávallt hnekkt í ríkisráði Dana eða allt þar til Lagaskólinn tók til starfa í Reykjavík árið 1908. Nauðsyn var talin bera til að embættismenn þekktu og 14 Sama heimild, bls. 85. 15 Valtýr Guðmundsson. bls. 6. 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.