Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 37
3.3 Sambandslagasáttmálinn 1918. ísland fullvalda ríki Danmörk varð stjórnarskrárbundið lýðræðisríki við setningu stjómarskrár 1849 sem kom í stað Konungalaganna. Þar með var einveldi afnumið. ísland fékk stöðu lands" ’ innan danska konungsríkisins með sérstakt ráðgefandi þing (1845), stjómarskrá (1874) og innlendan ráðherra (1904). Fyrsta desember 1918 varð ísland hins vegar frjálst og fullvalda ríki þegar Sambandslögin tóku gildi samtímis á íslandi og Danmörku. Á íslandi höfðu lögin verið borin undir kosningabæra menn í þjóðaratkvæðagreiðslu.Því hefur verið haldið fram að fullveldi Islands hafi verið takmarkað, þ.e. ísland hafi orðið þjóðréttaraðili en fullveldið hafi komið „með nokkrum takmörkunum þó“. Fullveldi Islands árið 1918 var í sjálfu sér ekki takmarkaðra en fullveldi annarra ríkja. Málefnasambandið var þjóðréttarlegt samband, ríkisborgara- rétturinn var sérstakur og enda þótt Danir færu með utanríkismál var það aðeins í umboði íslendinga. Danir réðu ekki utanríkismálum Islendinga. Engin ástæða er til að telja að þjóðréttarhæfi íslendinga hafi verið takmarkað til 1940 sökum ákvæða sambandslaganna um utanríkismál eins og haldið hefur verið fram. ‘ Á hinn bóginn er ljóst að aðild íslands aðjyjóðarétti, fullkomin viðurkenning og þekking samfélags þjóðanna á fullveldi Islands gekk hægt, en því réð ekki takmarkað aðildarhæfi Islands heldur ef til vill smæðin. ísland lýsti áhuga á þátttöku í fyrirrennara Sameinuðu þjóðanna, Þjóða- bandalaginu, en engin umsókn frá ísland fékk formlega afgreiðslu. Þau skila- boð bárust að ísland kynni að vera of lítið ríki en almenn hlutleysisyfirlýsing Islands, sem var einsdæmi í þjóðarétti, var ekki talin fyrirstaða í formlegu erindi Þjóðabandalagsins þar um. Eitt einkenna fullvalda ríkja er bæmi þeirra til að gera samninga við önnur ríki. Þennan rétt tók ísland sér þegar árið 1916 við þær sérstöku aðstæður sem sköpuðust vegna ófriðarins í álfunni. í maí það ár gerðu Islendingar samning við Breta án milligöngu Dana. " Sambandslögin höfðu í för með sér að Island skuldbatt sig með ríkjasamningum og Island gat tekið ríkislán erlendis og gerði það árið 1921 í fyrsta sinn.’4 Á árunum 1918 til 1924 voru gerðir 20 verslunar- 29 ísland fékk stöðu lands en ekki ríkis. Innan danska konungsríkisins j*átu verið mörg lönd en ekki mörg rfki. Helstu stofnanir íslensks samfélags voru kenndar við landið ísland en ekki ríkið allt fram til ársins 1918. 30 Frumvarp til dansk-íslenskra sambandslaga var lagt fram á Alþingi á sérstöku aukaþingi haustið 1918 þar sem það var samþykkt óbreytt 9. september. Rúmum mánuði síðar fór fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um samninginn og guidu 90,9% samþykki sitt við honum. Aðeins 43,8% kosn- ingabærra manna tóku þátt. Frumvarp til dansk-íslenskra sambandslaga var samþykkt á danska þinginu 27. nóvember en samningurinn tók gildi 1. desember eftir að konungur Danmerkur og íslands hafði undirritað lögin, en nú var nafn íslands í fyrsta sinn tekið upp í formlegan titil konungs. 31 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti. Rvík. 1986, bls. 13. 32 Sama heimild, bls. 28. 33 Helgi P. Briem (útg.): Samningar íslands við erlend ríki I. Rvík. 1963, bls. 5. 34 Einar Arnórsson: Þjóðréttarsamband íslands og Danmerkur, bls. 28. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.