Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 40
Þegar dómstóll Evrópubandalaganna fór að kveða æ fastar að orði í dómum sínum um að aðildarríkin hefðu framselt hluta af ríkisvaldi sínu, gefið eftir af fullveldi sínu, fór að bera æ meira á nýju hugtaki til að lýsa eðli Evrópubanda- laganna, hugtakinu yfirþjóðlegu valdi eða supranationality. Peter Hay gerði á þessum tíma nákvæmustu greiningu sem ég hef fundið á því hver séu einkenni yfirþjóðlegs valds og jafnframt hvemig hinar mismunandi réttarhefðir Evrópu- ríkja tækjust á við að lýsa yfirþjóðlegu valdi.42 Hann komst að mikilvægri grund- vallarniðurstöðu sem var sú að yfirþjóðlegt vald og framsal fullveldis væru samhverf hugtök. Þannig að yfirþjóðlegt vald vœri stjórnmálafrœðilega það sem framsal fullveldis er lögfræðilega. Hugtakið yfirþjóðlegt vald var nýtt hugtak um nýjan veruleika. Það kemur fyrir í 9. gr. samningsins um Kola- og stálbandalagið en gat ekki talist lög- fræðilegt hugtak því að það lýsti hvorki lagalegu valdi né réttindum heldur frekar pólitískum eiginleika eða pólitísku stefnumiði. Peter Hay gat greint árið 1966 að alls væri sex einkenni að finna í fræð- unum, en fræðimenn röðuðu þeim saman á mismunandi hátt og legðu ólíkar áherslur. Það var með öðrum orðum ekki sammæli um tæmandi talningu þessara einkenna, hvort eitthvert þeirra teldist nægilegt skilyrði fyrir yfirþjóðlegu valdi eða einhver önnur væru nauðsynleg skilyrði. Einkennin sex voru: 1. Sjálfstæði bandalagsins og stofnana þess 2. Meirihlutaræði í stofnunum þess 3. Bein réttaráhrif lagasetningar þess gagnvart lögpersónum og einstakl- ingum 4. Framsal fullveldis frá aðildarríkjum til þess 5. Umfang slíks flutnings 6. Þing og dómstóll Enn er algengt að yfirþjóðlegu valdi sé lýst í ritum um Evrópurétt með því að telja upp einkenni þess, t.d. undantekningarlaust í íslenskum ritum.43 Slíkar upptalningar eru enn mismunandi að því leyti hvað er tiltekið og hvar áherslan liggur. Það liggur þannig ekki enn fyrir ríkjandi skilgreining af þessu tagi eða sammæli um hvenær einkennin séu tæmandi talin. I íslenskum ritum um Evrópurétt hafa einkum verið tilgreind þessi þrjú einkenni: sjálfstæði stofnana, meirihlutaræði um ákvarðanir og bein réttaráhrif. 42 Peter Hay: Federalism and Supranational Organizations. London 1966, bls. 76-77. Hay bar saman að heita má öll skrif sem þá bar hæst og tilgreinir fjóra andstæðinga þess að nota hugtakið yfirþjóðlegt vald en 24 fræðimenn sem noti það. 43 Sbr. t.d. Gunnar G. Schram: „Framsal ríkisvalds til EB“. Ármannsbók. Rvík. 1989, bls. 222; Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur. Rvík. 1991, bls. 23-24, sbr. nokkuð breytt í Evrópusam- bandið og Evrópska efnahagssvæðið. Rvík. 2000, bls. 63-64. Einkenni yfirþjóðlegs valds eru til- greind á annan hátt hjá Davíð Pór Björgvinssyni: „Tengsl EES-réttar og landsréttar". Úlfljótur. 2. tbl. 1995, bls. 127-128. Hann nefnir bein lagaáhrif, bein réttaráhrif og forgangsáhrif reglna Evrópu- sambandsins. 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.