Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 41
Peter Hay færði rök fyrir því að fjögur af hinum fyrrnefndu sex einkennum lýstu aðeins stigsmun á Evrópubandalögunum og öðrum alþjóðlegum stofn- unum t.d. Sameinuðu þjóðunum. Sérstæðustu einkenni Evrópubandalaganna og þau sem sjónum skyldi beina að væru hin beinu réttaráhrif og framsal fullveldis. Yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins greinist í tvo meginþætti sem þróuð- ust mishratt, efldist annar bæði hratt og mikið en hinn stóð lengi vel í stað. Pólitísk þróun stofnana bandalaganna hefur verið hæg og raunverulegt ákvörðunarvald var lengi vel einkum ráðherraráðsins þar sem fulltrúar ríkis- stjóma sátu og ákvarðanir varð að taka samhljóða. Með Einingarlögum Evrópu 1987 var meirihlutaræði hins vegar aukið, hefur aukist síðan og með stækkun Evrópusambandsins til austurs liggur fyrir að enn frekari breytingar verða gerðar í þessa átt. Þróun réttarkerfis Evrópubandalaganna varð aftur á móti miklum mun hraðari. Sú þróun varð ekki í krafti löggjafarvalds heldur dómsvalds Evrópu- dómstólsins. í 220. gr. Rómarsáttmálans (áður 164. gr.) er hlutverk Evrópu- dómstólsins skilgreint á tiltölulega einfaldan hátt: Dómstóllinn skal tryggja að farið sé að lögum við túlkun og beitingu samnings þessa. Þessi skilgreining á bæmi Evrópudómstólsins lætur lítið yfir sér og teldist ekki til tíðinda í stjómar- skrá ríkis. Munurinn var þó sá að Rómarsáttmálinn féll lögfræðilega í flokk þjóðréttarsamninga milli ríkja. Evrópudómstóllinn fór snemma að skilgreina Rómarsáttmálann frá því eðli hans að vera samningur milli ríkja. Árið 1964 hafnaði dómstóllinn því að þjóð- réttarreglan exceptio non adimpleti contractus ætti við um Rómarsáttmálann, þ.e. sú regla að ríki geti haldið að sér höndum ef gagnaðili uppfyllir ekki skyldu sína og 1970 kvað dómstóllinn upp úr um að samningsfyrirvarar af hálfu ríkis hefðu ekkert gildi í ákvarðanatöku ráðherraráðsins. Á þennan hátt hefur Evrópudómstóllinn „brotist" í gegnum fullveldi ríkj- anna og inn í landsréttinn, einkum með dómum sem markað hafa vatnaskil og kynnt til sögu ný eðliseinkenni réttarkerfis sem sífellt dýpkaði og efldist. Þar eru lang mikilvægust bein réttaráhrif EvrópuréUav og forgangur hans. Það stendur hvergi skrifað í Rómarsáttmálanum sjálfum að ákvæði hans skuli hafa bein réttaráhrif, bein lagaáhrif eða forgang og samningurinn var lögfestur á venjulegan hátt í öllum aðildarríkjum sambandsins, þ.e. færður inn í landsrétt með stjómarskrárbundinni aðferð hvers ríkis. Evrópudómstóllinn sló hins vegar fastri reglunni um bein réttaráhrif, fyrst í van Gend en Loos dóm- inum síðar nánar í fleiri dómum.4' Einstaklingar skulu geta byggt rétt á reglu 44 Mál 38/69 Framkvœmdastjórnin gegn Ítalíu [1970] ECR 47. Því var haldið fram í málinu af hálfu Ítalíu að ákvörðun ráðherraráðsins um að afnám innflutningstolla væri niðurstaða samninga- viðræðna þar sem samningsaðilar héldu sjálfstæði á grundvelli fullveldis síns. Því væri ákvörðunin þrátt fyrir að vera formlega yfirvaldsákvörðun í bandalögunum í eðli sínu alþjóðlegur samningur. Þessu hafnaði dómstóllinn, ákvörðunin væri byggð á 235. gr. (nú 308. gr.) Rómarsáttmálans og teldist ekki alþjóðlegur samningur. 45 Mál 26/62 Van Gend en Loos gegn Nederlandse Administratie der Belastingen [1963] ECR 1. Bein réttaráhrif eru á ensku direct effect, á þýsku unmittelbare Anwendbarkeit. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.