Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 49
móti stöðu þjóðaréttarins á hverjum tíma, rétt eins og var raunin í sjálfstæðis- baráttunni og sérstaklega við stofnun fullvalda ríkis 1918. Spurningin um mögulegt framsal fullveldis samkvæmt stjómarskránni, nr. 33/1944, er auðvitað knýjandi. Aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu hefur reynt á þanþol stjómarskrárinnar og mun gera enn frekar eftir því sem samrunaferlinu í Evrópu vindur fram. Hingað til hafa menn mætt þessum nýja veruleika með frjálslegri skýringu á stjómarskránni í nafni breyttra aðstæðna71 en að mínu mati horft framhjá þeim skorðum sem stjórnarskráin, lögmæti og lýðræðisleg framkvæmd setur skýringarstarfi lögfræðinga. En hverjar eru þá í stuttu máli þær skorður sem stjómarskráin setur framsali á fullveldi? í fyrsta lagi varða þær aðferðina: Það er stjórnarskrárgjafinn sem er æðsti handhafi fullveldis og ákvörðun hans verður ekki fengin nema með þjóð- aratkvæðagreiðslu eða stjómlagabreytingu samkvæmt 79. gr. stjskr. nr. 33/1944. í öðru lagi er inntak fullveldishugtaksins skv. stjómarskrá réttur mælikvarði á lögmæti framsals ríkisvalds. Þetta inntak fullveldis er eining ríkisvalds (lög- mætisreglan), sjálfdæmi (kompetenz - kompetenz) og fullveldismálin (einstakar valdheimildir). 4.5 Tvíeðliskenningin og stjórnarskráin Þjóðarétturinn mælir fyrir um skuldbindandi gildi samninga sbr. 26. gr. Vínar- sáttmálans um alþjóðlega samninga,72 þ.e. pacta sunt servanda, en mælir ekki fyrir um hvernig það skuli gert. Hvert einstakt ríki hefur því sjálfdæmi um með hvaða aðferð það uppfyllir þjóðréttarlegar skuldbindingar sínar. Almennt og með verulegri einföldun má segja, að til séu tvær aðferðir: að taka samningsákvæðin upp í landsrétt eða að breyta landsrétti til samræmis við samningsákvæðin. Munurinn er sá að fyrri aðferðin felur í sér að þjóðréttar- samningnum er beitt sem réttarheimild innanlands en hin síðari ekki. Um báðar aðferðir á hins vegar hið sama við; án sérstakrar athafnar ríkisins komast samn- ingsákvæðin ekki til framkvæmda innan ríkisins. Stjómarskráin, nr. 33/1944, segir ekkert um það hvemig ísland skuli upp- fylla slíka athafnaskyldu. Ákvæðið í 21. gr. kom inn í stjómarskrána 1920. Fyrir þann tíma gilti ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar sem hafði verið eins allt frá árinu 1841 en þar var konungi falin gerð samninga við önnur ríki.7' Framan af var litið svo á í dönskum rétti að um leið og samningur hefði verið gerður með 71 Þegar Alþingi tók ákvörðun um aðild Islands að EES var byggt á svonefndu Fjórmenningaáliti. Eg er ósammála forsendum, ályktunum og niðurstöðum þess en fjalla ekki um það hér sem slíkt. ftarlega er fjallað um álitið í kandídatsritgerð minni við lagadeild Háskóla íslands ffá 1998, Athugun á fullveldi fslands. Sbr. Davíð Þór Björgvinsson: „EES og framsal ríkisvalds". Afmælisrit Þór Vilhjálmsson sjötugur. Rvík. 2000, bls. 87-88 og 91-92. 72 ísland hefur ekki staðfest þann samning en flest ákvæði hans eru talin bindandi þjóðréttarvenja, jus gentium. 73 Ole Espersen: Indgáelse og Opfyldelse af traktater. Kbh. 1970, bls. 23. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.