Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 71
Kaþólska kirkjan fer enn með mikið og virkt þjóðfélagsafl víða í löndum Suður-Ameríku, en áhrif hennar eru óneitanlega umdeild og skoðanir mjög skiptar um það hvort þyngra vegi jákvæð áhrif hennar en neikvæð þegar á heildina er litið - en hér er ekki vettvangur til frekari umræðu um það efni. Kirkjan hefur a.m.k. ekki megnað að eyða spennunni og kveða niður óstjórn og margvíslega óáran og að sumra mati hefur hún fremur en ekki leitast við að fá almenning til að sætta sig við ástandið heldur en reyna að breyta því. Tilteknir hópar kirkjunnar manna hafa þó, svo sem kunnugt er, reynt að breyta frá hefðbundinni stefnu í þeim efnum, en þá ekki endilega í náð Páfastóls. Engu að síður verður því ekki neitað að benda má á góðæristímabil í sögu sumra þessara þjóða er gáfu fyrirheit um gullna framtíð sem að vísu brugðust til langframa (sbr. m.a. frægt dæmi um Argentínu með öllum sínum uppgripum, auðlegð og glæsibrag á síðustu áratugum 19. og fyrstu áratugum 20. aldar) en sem sýna þó að ýmislegt getur gerst á komandi árum jafnt og fyrr ef réttar aðstæður skapast. Og til eru þeir sem trúa því að í náttúru og mannlífi þessara fögru og sólbrenndu landa felist stórkostlegir möguleikar og fyrirheit um betri tíð þegar „gullna heimsálfan“, eins og hún áður hét, muni rísa úr öskustónni. Það þurfa sannarlega ekki að vera dagdraumar einir þótt gætt skuli varkárni við alla spádóma. 2. ALMENNT UM LÖG OG RÉTT Hvað sem segja má um allt það er hér var drepið á er a.m.k. víst að vand- kvæði Suður-Ameríkumanna - hvort heldur sem eru stjómarfarsleg eða efna- hagsleg -felast ekki í skorti á lögum og regluverki eða í ófullkominni lögfrceði. Öðru nær. Á lýðræðistímum hafa þjóðþing þessara ríkja verið önnum kafin við að framleiða lögbálka um öll málefni milli himins og jarðar, ef svo má að orði komast, og afköstin í því efni óvíða verið meiri meðal þjóða heims. Og margt í þessum lögum einkennist af mikilli lögvísi þeirra, sem frumvörpin semja eða samið hafa, fyrr og síðar. Þar hafa beinlínis verið unnin fræðileg afrek, í mörg- um ríkjunum, þegar samdar voru og lögleiddar viðamiklar og afar vandaðar lögbækur um hin helstu svið einkamálaréttarins, sem og lögbækur á ýmsum öðrum réttarsviðum, auk ítarlegra stjórnarskráa sem bókstaflega gneista af lær- dómi, frjálslyndi og víðsýni! I sumum þessara landa a.m.k. er gnægð góðra og merkra háskóla þar sem áhersla er og hefur lengi verið lögð á lagakennslu og framúrskarandi fræðimenn í lögum hefur ekki skort í þeim ríkjum a.m.k. þar sem lögvísin hefur risið hvað hæst. Merkilegt er hins vegar að virða fyrir sér og hugleiða þá breiðu og djúpu gjá, sem er milli löggjafarinnar og lögvísinnar annars vegar, og stjómarframkvæmdar- innar og stjómarháttanna hins vegar. Þar virðist, sannast sagna, oft vera lítið 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.