Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 74

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 74
Tekið skal fram, að enda þótt óhjákvæmilegt sé að fjalla undir einum hatti um sumt það sem einkennir rétt Suður-Ameríkuríkja (því að þar verða vissulega afar mörg sameiginleg einkenni fundin), ber í raun réttri að fara varlega með allar alhæfingar í því efni því að vitaskuld eru séreinkenni réttar hvers ríkis þar, jafnt sem víðast annars staðar, svo augljós þegar nánar er skoðað að lesand- anum ber að leiða hugann að tilvist þeirra þótt ekki sé unnt að fjölyrða um mörg þeirra. 3. NOKKUR HÖFUÐEINKENNI OG ÞRÓUNARDRÆTTIR Þegar Evrópubúar (einkum Spánverjar og Portúgalar) tóku að leggja undir sig hin miklu landflæmi Suður-Ameríku voru þar fyrir innfæddir menn, frum- byggjar af kynþætti indíána, sem bjuggu við sundurleita menningu og mæltu fjölmörgum tungum. Margir þeirra lifðu við fábrotnar réttarvenjur en sumar fruntþjóðimar áttu sér þó allþróað stjórnarfar og menningu, einnig réttar- menningu, fyrst og fremst þó í Inkaríkinu sem teygði sig um þúsundir kílómetra eftir vestasta hluta meginlandsins. Inkamir þróuðu hins vegar aldrei neitt ritmál þannig að lög þeirra og réttarsiðir féllu í gleymsku, að miklu leyti, eftir að ríki þeirra var kollsteypt. Svo mikið er víst að sigurvegararnir, nýlenduherramir, sáu almennt ekki ástæðu til þess að taka í neinum mæli upp einhverjar af þeim hefðbundnu réttarreglum sem hinir innfæddu höfðu búið við, heldur innleiddu þeir sinn eiginn rétt, spánskan eða portúgalskan, og beittu honum eins og framast gat átt við. Undir þetta urðu hinar innfæddu þjóðir almennt að beygja sig þótt flest í hinum „nýja“ rétti hafi verið þeim afar framandi I fyrstu og reyndar lengi síðan. Auðvitað lifðu þó tiltölulega fámennir og frumstæðir kyn- þættir enn við forna siði í þeim heimkynnunt sínum sem voru afskekkt og lítt fýsileg til búsetu manna af Evrópustofni, en réttarhugmyndir þeirra höfðu hins vegar engin áhrif á hinn almenna rétt suður-amerísku þjóði íkjanna eins og hann þróaðist. Réttarreglur þær sem giltu í nýlendunum voru að öllu leyti af fomum Vestur- Evrópustofni. Þeim var einfaldlega „plantað“ I nýtt umhverfi, í fyrstu án mikilla breytinga nema hvað varðaði tiltekin atriði stjórnsýsluréttar í „gömlu lönd- unum“ sem ekki gátu átt við í hinu nýja og framandi umhverfi. Á gjörvöllu nýlendutímabilinu var ekki fyrir að fara neinum stjórnarskrám eða stórum og nýlegum lögbókum, allt þess háttar kom fyrst til sögunnar eftir að frelsisbarátta Suður-Ameríkumanna í hinum spænskumælandi landsvæðum álfunnar hafði leitt til afgerandi sigra og sambandsslita við „gamla landið“ með stofnun nýrra ríkja. Hliðstætt átti reyndar einnig við í Brasilíu þótt þar væri ekki um blóðuga frelsisbaráttu að ræða. Réttarreglur „gömlu landanna“ voru hins vegar langt frá því að vera sérlega fullkomnar eða aðgengilegar á þessum tímum. Þær voru að sumu leyti mjög fornar að stofni til og því úreltar í einhverjum mæli, sundur- leitar og ósamstæðar. Réttaróvissu (þ.e. vafa um það hvað væru rétt lög) gætti einnig á tilteknum sviðum. Þær réttarheimildir sem voru innleiddar í hinum spænskumælandi hluta 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.