Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 78
sem að margra mati var eins konar tákngervingur hinna framsæknu og róttæku
þjóðfélagsafla, en herkeisarinn mikli hafði sjálfur tekið beinan þátt í samningu
bókarinnar auk þess sem frá honum hafði streymt það afl sem þurfti til að sam-
eina og endurskapa franskan rétt með þessum hætti í anda frelsis- og mann-
réttindayfirlýsingar þjóðfundarins þar í landi sem enn bar hátt í vitund fram-
sækinna menntamanna og stjórnmálamanna víða um heim. Með því að sækja
fyrirmyndir til frönsku lögbókarinnar hugðust menn með vissum hætti geta
samsamað strauma og stefnur heima fyrir þeim glæsta anda frelsis og framfara
sem einkenndi franska löggjöf og lögvísi fram eftir 19. öldinni.
Mjög er þó misjafnt hve lögbækur Suður-Ameríkuríkjanna eru „litaðar“ af
beinum áhrifum eða fyrirmyndum frá Code civil. Nokkra sérstöðu hefur t.d.
einkaréttarlögbók Bolivíumanna frá 1830 (hin fyrsta borgaralögbók í álfunni),
sent var því sem næst orðrétt þýðing frönsku lögbókarinnar, en svipað má
reyndar segja um lögbækur nokkurra annarra ríkja Rómönsku Ameríku frá svip-
uðum tíma, einkum Haiti (1825) og Dómintkanska lýðveldisins (1845/1884).
En jafnframt komu aðrar evrópskar lögbækur (eða þá frumdrög að lög-
bókum) til greina sem fyrirmyndir, allt eftir atvikum, og voru notaðar í mis-
miklum mæli í því augnamiði, auk þess sem rit ýmissa evrópskra heimspek-
inga, þjóðfélagsfræðinga og lögvísindamanna, sem gustur stóð af um þessar
mundir, hlutu einnig að hafa mikil áhrif á hugmyndir þeirra manna er einkum
unnu að samningu hinna nýju lögbóka í Suður-Ameríku. Úr þessum „suðupotti“
hugmynda og fyrirmynda rann það efni sem myndaði hinar nýju lögbækur í
stórum dráttum, þ.e. þær lögbækumar er helst má telja til eiginlegrar nýsmíði,
því að hinu má heldur ekki gleyma að sumar þjóðir í þessum heimshluta völdu
þann einfalda kost að lögleiða hreint og beint nýjar eða nýlegar lögbækur
tiltekinna grannríkja, oft án teljandi breytinga.
Við samningu borgaralögbóka, sem fyrst komu til sögunnar á 20. öld eða
hafa verið endursamdar á þeirri öld og nú í upphafi hinnar 21., hefur í allmikl-
um mæli verið horfið frá fyrirmyndum hinnar frönsku lögbókar og þær fremur
sóttar til lögbóka Þjóðverja, Itala og Svisslendinga, auk þess sem dálítilla áhrifa
frá „common law“-rétti hefur gætt á mjög afmörkuðum sviðum einkamála-
réttar, sbr. t.d. ýmis dæmi þess að tekin hafi verið upp ákvæði um „trust“ að
ensk/amerískri fyrirmynd.
Það eru einmitt þessar miklu og vönduðu borgaralögbækur sem alla tíð
síðan hafa verið meginheimildir einkamálaréttar nær allra Suður-Ameríkuþjóða
- sem og annarra landa Róntönsku Ameríku. Að þessu leyti sver einka-
málaréttur þessara þjóða sig ótvírætt (með smáum frávikum) í ætt við „civil
law“-kerfið, sem rakið verður til alkunnrar réttarþróunar í ríkjum á meginlandi
Evrópu, en óþarfi ætti að vera að lýsa hér megineinkennum þeirrar réttar-
fjölskyldu. Þá verður heldur ekki séð ástæða til að fjalla nánar, til aðgreiningar,
um höfuðeinkenni „common law“-réttarfjölskyldunnar því að réttarreglur úr
þeirri átt höfðu svo takmörkuð áhrif í Suður-Ameríku ef undan eru skilin viss
svið opinbers réttar, sbr. það sem fyrr sagði urn það efni.
72