Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Síða 79
5.2 Nánar um Iögbækur nokkurra ríkja, aðdraganda þeirra og áhrif 5.2.1 Inngangur Segja má að sú „vakningaralda“ um smíði nýrra lögbóka sem fór um nær öll lönd Suður-Ameríku á 19. öld hafi greinst í nokkrar kvíslir miðað við upptök, efni og eftir atvikum áhrif. Fyrst má þá nefna þá kvíslina er einkennist af lögtöku þýðinga á frönsku borgaralögbókinni í nær óbreyttri mynd, eins og nánar var getið dæma um hér að framan. í öðru lagi skal hér getið um hina vönduðu og að mörgu leyti frumlegu lögbók frá Chile sem væntanlega er kunnust Suður- Amerískra lögbóka í heimi samanburðarlögfræðinnar og varð auk þess fyrirmynd ýmissa lögbóka. Þá verður nefnd til sögu borgaralögbók Argentínu sem einnig hefur verið talin til þrekvirkja á sviði lagasetningar og hafði jafnframt áhrif til annana ríkja. Verður nánar vikið að báðum þessum lögbókum hér á eftir. Því næst skal stuttlega greint frá lögbókum Perú, öllum þeim þremur sem gilt hafa þar, en þær þykja um margt athyglisverðar, og að lokum verður drepið á lögbækur Brasi- líumanna, hina eldri og þá nýju, sem eru vissulega merkileg löggjafarverk. Hafði hin eldri þeirra (og frumvarpsdrög hennar) a.m.k. viss áhrif við gerð eða endur- skoðun tiltekinna lögbóka í sumum ríkjum álfunnar. Verður nú vikið örlítið nánar að þeim lögbókum sem hér voru nefndar, en ekki er á þessum vettvangi ráðrúm til að nefna lögbækur annarra þjóða nema í sambandi við áhrif þaðan á hinar fyrmefndu eða áhrif frá þessum tilteknu suður-amerísku lögbókum á aðrar lögbækur þar í álfu. 5.2.2 Um lögbók Chile og höfund hennar Borgaralögbók Chilebúa frá 1855 er órjúfanlega tengd nafni manns sem ber hátt í menningarsögu Chile og reyndar gjörvallrar Suður-Ameríku. Það var Andrés Bello, stjómspekingur, heimspekingur, skáld og lögvitringur, sem tókst á hendur hið örðuga en jafnframt ögrandi hlutverk að semja drög að heildstæðri borgaralögbók fyrir Chile. Lauk hann því verkefni með sérstökum glæsibrag eins og enn er mjög í minnum haft sökum þess m.a., að lögbókin er enn í gildi að stofni til og að meginefni og ber öll merki um djúpstæða og víðtæka þekkingu, skarpa hugsun og stílsnilld höfundarins sem löngum hefur verið talinn hinn merkasti og um leið frægasti löggjafarsmiður og stjómspekingur er verið hefur uppi í Suður- Ameríku. Hefur hann oft verið nefndur „andlegur faðir“ þeirrar heimsálfu.' Andrés Bello var ekki Chilebúi að ættemi og uppruna. Hann fæddist í Caracas í Venesúela 1781. Hann gekk m.a. í háskóla í fæðingarborg sinni og lagði þar einkum stund á heimspeki, sem hann lauk prófi í, en nam jafnframt 13 Um ævi, störf og áhrif Bellos má m.a. vísa til gagnlegrar greinar eftir Ivan Juksic. „Constitutionalism and the Rule of Law in Chile: The Role of Andrés Bello“, sem birt verður í ráðstefnuriti XX. alþjóðaráðstefnu „Latin American Studies Association", er haldin var í Guadalajara í aprílmánuði 1997, og er hér vísað til hennar með leyfi höfundarins. Margvíslegar og gagnmerkar ritgerðir eftir Andrés Bello eru m.a. birtar í ritinu Selected Writings of Andres Bello, Oxford 1998 (í enskri þýðingu Frances Lopez-Morillas; Ivan Jaksic annaðist útgáfuna). 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.