Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 85

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Side 85
hjóna sem gerst hefur sekt um hjúskaparbrot megi ekki ganga í hjónaband að nýju ef til skilnaðar kemur. Þá má einnig nefna að sambúðarsamband karls og konu (en reyndar ekki fólks af sama kyni) sem staðið hefur í fimm ár er jafnað til formlegs hjónabands í lagalegum skilningi. Þó eru uppi háværar raddir um að hin nýja lögbók sé, þrátt fyrir allt, ekki nógu nútímaleg, ef svo má að orði komast - hún verði, með öðrum orðum, þegar orðin úrelt í vissum atriðum við gildistöku sína! Sem einfalt dæmi um ákvæði sem orðið hefur fyrir mikilli gagnrýni í þessa veru skal hér látið nægja að nefna fyrirmæli um að börn skuli virða foreldra sína og hlýða þeim og jafnframt skuli þau leggja fram vinnu í þágu fjölskyldunnar í samræmi við aldur þeirra. Þykir mörgum meir en óvíst að þetta ákvæði standist alþjóðlega sáttmála um réttindi bama auk eðlilegra viðhorfa í upplýstu nútímasamfélagi. 6. LAGAKENNSLA Þess hefur áður verið getið að lögfræði standi með blóma í flestum ríkjum Suður-Ameríku og hefur svo lengi verið. Háskólar era þar margir í öllum ríkj- unum. Byggja ýmsir þeirra á gömlum hefðum og skipa háan sess í menn- ingarlífi þessara þjóða. Eftir því sem höfundi þessarar greinar er best kunnugt, eftir viðræður við fróða menn í þeim háskólum er hann heimsótti þar í álfu haustið 2002 (sjá 2. kafla hér að framan), er almennt lögð mikil áhersla á lagakennslu í háskólunum og aðsókn nýnema í lagadeildirnar er afar mikil þótt víða sé valið inn í deildimar. Allir ríkisháskólar hafa lagadeildir innan sinna vébanda og einnig því sem nær allir einkaháskólar, sem mjög hefur fjölgað á síðari árum, enda þótt sumir þeirra hafi einungis fáar háskóladeildir að öðru leyti (margir þeirra kenna t.d. ekki verkfræði, guðfræði og læknisfræði). Efniviður til rannsókna og kennslu í lögfræði er einnig mikill og góður víðast í rfkjum Suður-Amerrku sökum þeirrar grósku í löggjafarstarfsemi sem þar hefur lengi verið við lýði og vandaðrar og umfangsmikillar löggjafar á ýmsum ntikilvægum réttarsviðum eins og best birtist í hinum stóru og vel sömdu borgaralögbókum sem gilda í öllum ríkjunum og fyrr hefur verið fjallað um. Ýmis vandamál eru samt sem áður fyrir hendi. Bág fjárhagsstaða margra ríkjanna hefur m.a. leitt til skertra fjárveitinga til ríkisháskólanna og laga- kennslan þá m.a. orðið að gjalda þess. Þetta hefur m.a. orðið til þess að margir háskólar hafa ekki séð sér fært að hafa lagaprófessora almennt á fullum launum heldur hefur sú skipan víða komist á að einungis þeir kennarar, sem gegna sér- stökum trúnaðarstörfum við sína deild auk kennslunnar (svo sem deildar- forsetar og yfirmenn tiltekinna stjómunarsviða deildanna, t.d. þeir er stjórna framhaldsnámi o.þ.h.), era þar í fullu starfi með fullum launum, en að öðra leyti er einvörðungu notast við stundakennara (starfandi lögfræðinga af ýmsu tagi) sem þó geta eftir atvikum borið prófessorstitil. Þetta er þó nokkuð misjafnt eftir löndum. Reglan er alfarið þessi við hinn risastóra ríkisháskóla í Buenos Aires í Argentínu en ekki hefur verið gengið eins langt í þessa vera við ríkisháskólann í Rio de Janeiro, svo að skýr dæmi séu nefnd. Allir þeir háskólakennarar er 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.