Tímarit lögfræðinga - 01.04.2003, Qupperneq 86
greinarhöfundur ræddi við voru á einu máli um að þetta fyrirkomulag hamli
rannsóknum í lögfræði þar sem lengst gengur, og sé því ekki æskilegt þegar til
lengdar lætur þótt reyndar megi furðu gegna hverju margir stundakennaranna
hafa, þrátt fyrir allt, afkastað í fræðistörfum, oftast jafnhliða erilsömum
aðalstörfum sínum. Athyglisvert er hins vegar að þetta fyrirkomulag - varðandi
mjög fáa fasta lagakennara í fullu starfi annars vegar og stundakennara hins
vegar - ríkir einnig víða í einkaháskólum, þar sem fjárhagur er þó a.m.k.
eitthvað betri en í flestum rrkisháskólanna, en sumst staðar eru þá uppi áætlanir
um að breyta þessu til betri vegar.
Athyglisvert er að lagakennslan í ríkisháskólunum einkennist af klassískum
viðhorfum til fræðanna, meðal annars með miklu úrvali kjörgreina sem kunna
að vera mjög sundurleitar innbyrðis. Þar er t.d., auk hinna venjubundnu
kjarnagreina, lögð áhersla á réttarsögu, réttarheimspeki og umfjöllun um mann-
réttindi með margvíslegu ívafi, svo að dæmi séu nefnd. Við framboð kennslu-
greina er, með öðrum orðum, „byggt á breiddinni" ef svo má að orði komast
gagnstætt því sem almennt er um lagadeildir einkaháskólanna. í hinum síðar-
nefndu er yfirleitt lögð megináhersla á þær greinar einar sem nýtast munu þeim,
sem þar hafa lokið námi, í daglegum störfum á helstu sviðum löglærðra manna,
einkum þó í störfum sem tengjast ráðgjöf á viðskiptasviði. Þar á því t.d.
skattaréttur sitt trausta sæti, oftast sem skyldugrein eins og nú er víða orðið í
bandarískum háskólum, og ýmsar hliðstæðar greinar sem ekki er lögð eins
mikil áhersla á í ríkisháskólunum þar sem enn er litið á lögfræði fyrst og fremst
sem menntagrein á hugvísindasviði og ekki endilega miðað við að allir þeir,
sem þaðan útskrifist, geri lagasýslan að lífsstarfi sínu. Víða þurfa þeir sem lokið
hafa lagaprófi en vilja öðlast réttindi til að gerast dómarar að gangast undir
sérstök próf í því augnamiði, sem oft eru haldin af aðilum utan háskólanna
sjálfra, og er þá einnig gert ráð fyrir sérstöku viðbótamámi til undirbúnings
þeim prófum.
Sumir ríkisháskólarnir eru afar fjölmennir - alltof stórir og fjölmennir að
margra mati - og líða fyrir þunglamalega og gallaða stjómsýslu sem sækir um
margt til úreltra hefða og vinnubragða gamals skrifræðis. Sem dæmi má nefna
að lagadeild ríkisháskólans í Buenos Aires telur um 36.000 nemendur og
skrifstofur háskólans ráða ekki einu sinni við að gefa út prófskírteini fyrir þessa
nemendur með eðlilegum hætti. Höfundi var m.a. tjáð að nú um stundir tæki
það skrifstofukerfið um það bil sjö mánuði að ganga frá fullnaðarskírteinum
þeirra manna sem lokið hafa lagaprófi - og eru þeir auðvitað réttindalausir
rneðan á þeirri bið stendur! Þá gætir einnig atvinnuleysis meðal margra lög-
lærðra manna víða þótt mismikið kveði að því eftir löndum. Viðmælendur
höfundar í ríkisháskólanum í Buenos Aires sögðu honum t.d., bæði í gamni og
alvöru, að þar í borg væru a.m.k. 50.000 leigubifreiðastjórar og helmingur
þeirra væri lögfræðingar!
Lagakennslan einkenndist löngum af áhrifum frá hefðbundinni lagakennslu
við evrópska háskóla, með stífu fyrirlestrafonni og á háfteygum fræðilegum
80